Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 11
GLOÐAFEYKIR
11
Opinber gjöld.
Opinber gjöld, þau sem félagið greiddi á árinu 1973, námu alls
52,2 millj kr., og höfðu hækkað um 62%.
Til ríkisins voru greiddar 46,5 millj. kr., þar af söluskattur 36,7
millj. Gjöld til sveitarfélaga urðu alls 5,7 millj. kr., þar af fasteigna-
gjöld 2,3 millj.
Hagur viðskiptamanna
gagnvart kaupfélaginu versnaði á s. 1. ári um tæpar 2 millj. kr., þeg-
ar á heildina er litið. Miklar fjárfestingar voru hjá bændum á s. 1.
ári. Sala K.S. á búvélum hafði hækkað um 800 þús. kr. frá fyrra ári,
og nam 13,3 millj. Byggingaframkvæmdir voru mjög miklar í hér-
aðinu. Á árinu voru ræktuð tún alls um 194 ha., endurvinnsla túna
var um 32 ha., vinnsla lands vegna grænfóðurs og akra 205 ha. Lagð-
ar voru nýjar girðingar um lönd og heimahaga 80 km. Útteknar
áburðargeymslur, þurrheys- og votheyshlöður, urðu alls um 14.402
m3 á árinu. Vélgrafnir skurðir 104 km að lengd.
Heyforði á haustnóttum var 317.000 m3, þar af fyrningar 36.000
m3. Á fóðrum í vetur er talið vera 60.933 fjár í héraðinu, 4.762 naut-
gripir, 5.908 hross, og hafði þeim fjölgað um 400.
Um áramót var innstæðufé í Innlánsdeild 93,7 millj. kr., og hafði
hækkað um 20 millj. milli áranna. Inneignir í viðskiptareikningum
námu 72,7 millj. kr. og höfðu hækkað um 23,6 millj. Hins vegar
námu skuldir í viðskiptareikningum 79,5 millj. kr. og höfðu hækkað
um 36,1 rnillj. Þessir liðir allir hafa hækkað gífurlega frá árinu
1972, en víxlar og verðbréf standa nokkurn veginn í stað, voru
samtals um 6,8 millj. kr. um áramót.
Lan d b únaðarafurðir.
Slátrað var hjá K.S. á tveimur stöðum, Sauðárkróki og Haganes-
vík, auk þess var nokkru af stórgripum lógað í Hofsósi. Nýja slátur-
húsið var tekið í notkun, hófst slátrun í því 18. sept. og lauk 22.
október. Slátrunin í nýja húsinu gekk mjög vel. Slátrað var þar í
26 daga, en ef sama kindafjölda hefði verið lógað í gamla slátur-
húsinu hefði slátrunin staðið í 34 daga. Flestu var lógað á einum
degi 2.356 kindum, en hámarksafköst nriðað við 10 stunda vinnu-
dag og fulla mönnun ern um 3.000 fjár.
Alls var lógað á vegum félagsins 50.416 fjár, og var það 4.870