Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 44
44
GLÓÐAFEYKIR
Bjóst þó enn í orrahríð —
aldrei mun hann ,,bakka“.
Boðar heimi heilagt stríð
hetjan mælskurakka.
Fram hann sækja sjáum vér,
sízt við fótum stakk ’ann.
En kemur hann aftur — eða fer
ofan fyrir bakkann?
En nú skeði það sem ekki hafði komið fyrir áður, að Jóni þótti
metnaði sínum misboðið með slíkum söguburði og stórreiddist.
Kvaðst aldrei hafa trúað því um ritarann vin sinn, að hann hefði ei
meiri dómgreind og tæki óvandað sveitaslúður fyrir hreinan sann-
leika. Sló hann nú á sig úlfúð og fór allt í þverúð með þeirn vinun-
um. Orti Jón mergjaðar vísur á ritara hverja af annarri, svo að rit-
ara fannst sem að sér sækti mývargur úr öllum áttum. Þótti honum
þungt að bera reiði Jóns, sem sagði það aðeins hafa komið til orða,
en eigi fastmælum bundið, að hann byggði af jörðinni. Kvaðst
aldrei mundu minnka sig svo, að hann byggði af óðali sínu hverjum
sem uppi stæði jarðnæðislaus.
Sá nú ritari að eigi mátti við svo búið standa, að þeir skildu með
slíkri óvináttu, þar sem líka óvíst var, að þeir kæmu báðir á næsta
sýslufund. Tók hann sig því til og orti eftirfarandi:
Bragarbót:
Illa hljóp ég á mig vinur,
á mér vísnahríðin dynur
frá þér líka, fyrir það.
Hugurinn að því hljóður beinist
að hafa það, er sannara reynist,
en hlaupa ei á slíkt hundavað.
Ástæðan er einmitt þessi:
Eitt sinn hingað kemur Bessi
og fræðir mig á því, fanturinn.
En hvernig átti ég að trúa,
að hann færi strax að Ijúga,
þótt hann kærni í kaupstaðinn?