Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 83
GLÓÐAFEYKIR
83
skýrlegur og athugull, fjarrænn á stundum. Hann var skapstilltur
maður og viðmótsljúfur, gTeindur vel, kunni sögur margar og sagði
vel frá. Hann var búinn ótvíræðum dulrænum gáfum en lét lítt af,
enda hlédrægur og hafði sig eigi í frammi, óhlutsamur og eigi há-
vaðagjarn, A'insæll maður og virtur af samferðamönnum.
Jófinna Mariusdóttir, símastúlka á Sauðárkr. lézt 17. sept. 1968.
Hún var fædd á Sauðárkróki 21. sept. 1897, dóttir Maríusar verka-
manns þar, Pálssonar sjóm. s. st., Jóhannessonar bónda í Yotmúla í
Flóa, Péturssonar, og konu hans Jakobínu
Jóhannesdóttur þá vinnum. á Ytri-Bægisá á
Þelamörk, Ólafssonar, Hallssonar bónda í
Geldingaholti Asgrímssonar. Móðir Jako-
bínu var Guðfinna, vinnukona á Bægisá,
Björnsdóttir, vinnum. á Minni-Reykjum í
Fljótum, Sveinssonar.
Jófinna ólst upp hjá foreldrum sínum á
Sauðárkróki, gekk þar í barnaskóla og ung-
lingaskóla, var síðan í vistum og kaupa-
vinnu á sumrum. Arið 1921 hóf hún störf
við símastöðina á Sauðárkróki; stundaði
hún þau störf til æviloka óslitið að kalla og
alfarið frá ársbyrjun 1930, er hún var fastráðin símamær. Við sím-
ann var bundið hennar ævistarf. Símavarzla er erilsamt starf og eigi
alltaf vinsælt, ef illa gengur að verða við óskum og kröfum, sem oft
eru bornar fram — og þó einkum hér áður fyrr — af lítilli háttvísi
og litlum skilningi, stundum jafnvel af óbilgirni og frekju. Fór og
ekki hjá því, að Finna fengi stundum ónotaorð í eyra. Eigi lét húr
það á sér festa, en svaraði fullum hálsi, enda hvorki dirfsku vant nt
orðgnóttar. Gekk þá og undan Finnu, er mikið var að gera, og hlífð-
ist hún hvergi við.
Jófinna Maríusdóttir var í hærra lagi, grannvaxin, dökk á brún
á brá, fölleit ásýndurm. Henni var um margt vel farið. Hún hafði
yndi af hannyrðum og liggur þar óhemju mikið eftir hana. Hún var
trygglynd, greiðvikin og hjálpsöm. Foreldrum sínum fátækum unni
hún heitum huga, var Jreirn og öðrum nákomnum nærgætin og hlý,
fórnaði þeim öllu og lét einskis ófreistað til þess að þeim mætti líða
sem bezt. Hún giftist eigi né átti börn.
]ófin na Marínsdóttir