Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 63

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 63
GLOÐAFEYKIR 63 Guðmundur Ólafsson, £. bóndi í Litluhlíð í Vesturdal, lézt þ. 24. júlí 1967. Fæddur var hann í Litluhlíð 18. júlí 1885. Foreldrar: Ólafur bóndi í Litluhlíð Ólafsson bónda þar, Guð- mundssonar bónda á Barkarstöðum í Svart- árdal vestur, Eyjólfssonar, og kona hans Snjólaug Guðmundsdóttir bónda í Fremri- Svartárdal, Guðmundssonar, en kona Guð- mundar yngra var Llelga Steinsdóttir. Var Snjólaug föðursystir Guðmundar í Bjarna- staðahlíð, (sjá Glóðaf., 5. h., bls. 31). Guðmundur var einbirni. Óx hann upp í foreldragarði og átti alla ævi heima í Litluhlíð. Stundaði nám í Flensbor°arskóla o um tvítugtsaldur og lauk prófi þaðan. Eftir að föður hans missti við á ofanverðu ári 1900 var hann fyrir framan hjá móður sinni, er bjó áfram í Litlu- hlíð til 1910, en tók þá við jörð og búi, nýkvæntur, og bjó þar til 1954, er Ólafur sonur hans tók við. Guðmundur Ólafsson var jafnan í beztu bænda röð og bjó við rúman efnahag. Hann var gætinn og fyrirhyggjusamur, starfsmaður mikill og verklundarmaður, sat í vefstól á vetrum eða batt bækur. Hann var gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja og heimili þeirra hjóna um margt til fyrirmyndar. Guðmundur vatt sér undan opin- berum störfum sem frekast mátti, og var þó vissulega mörgum hæf- ari til þess að fáist við þess háttar sýslu margvíslega. Þó var hann um hríð endurskoðunarmaður sveitarsjóðsreikninga, vann og mikið fyr- ir Goðadalssöfnuð, var lengi safnaðarfulltrúi 02: formaður sóknar- nefndar. Ungur hafði hann lært að leika á orgel og var organisti í Goðdalakirkju yfir 40 ár. Arið 1910 kvæntist Guðmundur frændkonu sinni, Ólínu Sveins- dóttur ljósmóður frá Bjarnastaðahlíð, hinni merkustu konu. Hún lézt 1943. Þau hjón eignuðust 6 börn og komust 5 upp: Snjólaug, húsfr. í Arnesi í Tungusveit, Þorbjörg, ekkja, húsfr. á Hranastöðum í Eyjafirði, Þórey, húsfr. í Hverhólum í Vesturdal, Ólafur, bóndi í Litluhlíð (nú á Akureyri) og Guðrún ógift (nú látin). Guðmundur í Litluhlíð var hár maður og svaraði sér vel; rjóður í andliti og þeldökkur, fullur að vöngum, búlduleitur nokkuð. Hann var greindur maður, las mikið o? átti gott bókasafn. Hann hafði ákveðnar skoðanir og hélt fast á þeim, var þó jafnan viðræðugóður. Guðm. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.