Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 63
GLOÐAFEYKIR
63
Guðmundur Ólafsson, £. bóndi í Litluhlíð í Vesturdal, lézt þ. 24.
júlí 1967.
Fæddur var hann í Litluhlíð 18. júlí 1885. Foreldrar: Ólafur
bóndi í Litluhlíð Ólafsson bónda þar, Guð-
mundssonar bónda á Barkarstöðum í Svart-
árdal vestur, Eyjólfssonar, og kona hans
Snjólaug Guðmundsdóttir bónda í Fremri-
Svartárdal, Guðmundssonar, en kona Guð-
mundar yngra var Llelga Steinsdóttir. Var
Snjólaug föðursystir Guðmundar í Bjarna-
staðahlíð, (sjá Glóðaf., 5. h., bls. 31).
Guðmundur var einbirni. Óx hann upp
í foreldragarði og átti alla ævi heima í
Litluhlíð. Stundaði nám í Flensbor°arskóla
o
um tvítugtsaldur og lauk prófi þaðan. Eftir
að föður hans missti við á ofanverðu ári
1900 var hann fyrir framan hjá móður sinni, er bjó áfram í Litlu-
hlíð til 1910, en tók þá við jörð og búi, nýkvæntur, og bjó þar til
1954, er Ólafur sonur hans tók við.
Guðmundur Ólafsson var jafnan í beztu bænda röð og bjó við
rúman efnahag. Hann var gætinn og fyrirhyggjusamur, starfsmaður
mikill og verklundarmaður, sat í vefstól á vetrum eða batt bækur.
Hann var gestrisinn og skemmtilegur heim að sækja og heimili þeirra
hjóna um margt til fyrirmyndar. Guðmundur vatt sér undan opin-
berum störfum sem frekast mátti, og var þó vissulega mörgum hæf-
ari til þess að fáist við þess háttar sýslu margvíslega. Þó var hann um
hríð endurskoðunarmaður sveitarsjóðsreikninga, vann og mikið fyr-
ir Goðadalssöfnuð, var lengi safnaðarfulltrúi 02: formaður sóknar-
nefndar. Ungur hafði hann lært að leika á orgel og var organisti í
Goðdalakirkju yfir 40 ár.
Arið 1910 kvæntist Guðmundur frændkonu sinni, Ólínu Sveins-
dóttur ljósmóður frá Bjarnastaðahlíð, hinni merkustu konu. Hún
lézt 1943. Þau hjón eignuðust 6 börn og komust 5 upp: Snjólaug,
húsfr. í Arnesi í Tungusveit, Þorbjörg, ekkja, húsfr. á Hranastöðum
í Eyjafirði, Þórey, húsfr. í Hverhólum í Vesturdal, Ólafur, bóndi í
Litluhlíð (nú á Akureyri) og Guðrún ógift (nú látin).
Guðmundur í Litluhlíð var hár maður og svaraði sér vel; rjóður í
andliti og þeldökkur, fullur að vöngum, búlduleitur nokkuð. Hann
var greindur maður, las mikið o? átti gott bókasafn. Hann hafði
ákveðnar skoðanir og hélt fast á þeim, var þó jafnan viðræðugóður.
Guðm. Ólafsson