Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 9
GLÓÐAFEYKIR
9
Fastráðnir starfsmenn og launagreiðslur.
Um s. 1. áramót voru fastráðnir starfsmenn 158, og hafði fjölgað
um 13 á árinu. Alls tóku 724 manns laun hjá félaginu á árinu auk
þeirra, er voru á launaskrá hjá Fiskiðjunni. Kaupfélagið og fyrir-
tæki þess greiddu 161,4 millj. kr. í laun og þjónustu s. 1. ári, þar
af greiddi Fiskiðjan 28,4 millj. Að auki voru greiddir launaskattar
um 16,5 millj., og eru því heildarlaunagreiðslur kaupfélagsins og
Fiskiðjunnar um 178 millj. kr., og höfðu hækkað frá fyrra ári um
78%.
Sala vöru og þjónustu.
Á síðasta ári opnaði kaupfélagið nýja verzlun, Teppabúð, í einu
elzta verzlunarhúsi félagsins við Aðalgötuna, og var það gert af
brýnni þörf; þótt húsnæðið sé allt of lítið, bætti það vissulega úr í
bili.
Heildarvörusala í 9 sölubúðum félagsins varð 315,7 millj. kr., og
nam aukningin 57,8%. Önnur sala, bæði á verkstæðum, skipaaf-
greiðslu, olíum og benzíni, búvélum og tækjum, mjólk og mjólkur-
vörum, varð 217,5 millj., sem er um 50,7% hækkun frá fyrra ári. Er
því velta vöru og þjónustu alls 533,2 millj. kr. og hafði hækkað um
188,9 millj. eða 54,85%.
Sala á innlendum afurðum með niðurgreiðslum, mjólk, sauðfjár-
og stórgripaafurðum, varð samtals 413,8 millj., aukning frá fyrra ári
105,1 millj. eða rösk 34%.
Heildarvelta.
Heildarvelta K.S. á árinu 1973, á innlendum og erlendum vör-
um, ásamt þjónustusölu, varð alls 947 millj. kr. og hafði hækkað um
294 millj. eða 34,06%. Heildarvelta Fiskiðjunnar varð 102,2 millj.
kr., og varð því heildarvelta hennar og kaupfélagsins alls 1.049
millj. kr. og hafði hækkað um 340 millj. tæpar frá árinu á undan.
Fjárfestingar.
Síðastl. ár var eitt allra mesta fjárfestingarár í sögu félagsins, og
nú á þessu ári standa yfir mjög kostnaðarsamar framkvæmdir við
Mjólkursamlagið, fyrir utan stórgripasláturhús o. fl., sem verið er
að ljúka við.