Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 28

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 28
28 GLÓÐAFEYKIR — Þú hefur að sjálfsögðu verið í Hólaskóla? — Ég settist í skólann strax fyrsta veturinn minn á Hólum, haust- ið 1905 og lauk prófi þaðan vorið 1907. — Svo tókst þú við söngkennslu á Hólum. Hvað bar einkum til þess? — Ja, líklega má segja, að megin ástæðan fyrir því að ég réðst til þess starfs hafi verið sú, að ég hafði lært að leika á orgel og svo var ég þarna í nágrenni við skólann. Mig minnir að það hafi verið árið 1902, sem ég dvaldi um tíma frammi í Bárðardal og lærði á orgel hjá Sigurgeir organista Jónssyni, var svo aftur í sama skyni hjá Sig- urgeir árið eftir, en þá var hann fluttur til Akureyrar. Sigurgeir var ágætur kennari. Ég man eftir því hvað ég var montinn þegar ég gat í fyrsta sinn spilað með öllum röddum sálmalagið Dýrð sé Guði í hæstum hæðum. É°' hef líkleoa tekið við söngkennslunni á Hólum síðasta árið, sem Sigurður var þar skólastjóri eða árið 1920. Þá var ég á Hofi og fór á milli til kennslunnar. Ég átti að skila 40 tímum á vetri og launin fyrir það voru kr. 120,00. Þetta var á margan hátt skemmtilegt starf, einkurn framan af árum. Þá komu nemendur eldri og þroskaðri í skólann en síðar varð. Minnist ég vel margra góðra raddmanna, þar á meðal eins mesta bassa, sem ég hef heyrt, en það var Stefán Agúst Kristjánsson frá Glæsibæ við Eyjafjörð, sem seinna söng svo lengi með Geysi á Akureyri. Eftir að nemendur urðu yfirleitt yngri, jafnvel sumir lítið komnir yfir fermingaraldur, fór söngnum eðlilega hrakandi. Erfitt var að finna menn á þeim aldri, sem gátu með sæmilegu móti sungið fyista tenór og annan bassa. Nú, söngkennslunni hélt ég samt áfram fram um 1960. — Ekki hefur nú söngkennslan verið þitt eina starf á Hólum? — Hvað skólanum viðkemur var hún það nú eiginlega. En bónd- inn var alltaf nokkuð ríkur í mér svo ég átti bágt með að neita mér um að umgangast skepnur. Ég átti því oftast þetta 25 til 30 kindur og 2 til 3 hross, heyjaði fyrir þessu á sumrin og hirti að vetrinum. Það var mikil sálubót. Hins vegar gegndi ég svo ýmsum störfum öðrum, svo að alltaf var nóg að gera. Kirkjuorganistastörfum á Hól- um gegndi eg í um 40 ár. Hreppstjóri var ég um hríð. Annars var það rólegt starf. íbúar Hólahrepps hafa verið friðsamt fólk og lög- hlýðið. Einu sinni bárust mér fregnir af því að tveir strákar væru eitthvað að pukrast við að brugga áfengi, en það þótti nú raunar varla tiltökumál í þá daga, þótt menn fengjust við það. Ég fór til þeirra og sagði: Þið hættið þessu nú bara, strákar mínir, annars neyð- ist ég til þess að kæra ykkur. Þar með var það búið. Oddvitastörfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.