Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 28
28
GLÓÐAFEYKIR
— Þú hefur að sjálfsögðu verið í Hólaskóla?
— Ég settist í skólann strax fyrsta veturinn minn á Hólum, haust-
ið 1905 og lauk prófi þaðan vorið 1907.
— Svo tókst þú við söngkennslu á Hólum. Hvað bar einkum til
þess?
— Ja, líklega má segja, að megin ástæðan fyrir því að ég réðst til
þess starfs hafi verið sú, að ég hafði lært að leika á orgel og svo var
ég þarna í nágrenni við skólann. Mig minnir að það hafi verið árið
1902, sem ég dvaldi um tíma frammi í Bárðardal og lærði á orgel
hjá Sigurgeir organista Jónssyni, var svo aftur í sama skyni hjá Sig-
urgeir árið eftir, en þá var hann fluttur til Akureyrar. Sigurgeir var
ágætur kennari. Ég man eftir því hvað ég var montinn þegar ég gat
í fyrsta sinn spilað með öllum röddum sálmalagið Dýrð sé Guði í
hæstum hæðum. É°' hef líkleoa tekið við söngkennslunni á Hólum
síðasta árið, sem Sigurður var þar skólastjóri eða árið 1920. Þá var
ég á Hofi og fór á milli til kennslunnar. Ég átti að skila 40 tímum
á vetri og launin fyrir það voru kr. 120,00. Þetta var á margan hátt
skemmtilegt starf, einkurn framan af árum. Þá komu nemendur
eldri og þroskaðri í skólann en síðar varð. Minnist ég vel margra
góðra raddmanna, þar á meðal eins mesta bassa, sem ég hef heyrt, en
það var Stefán Agúst Kristjánsson frá Glæsibæ við Eyjafjörð, sem
seinna söng svo lengi með Geysi á Akureyri. Eftir að nemendur urðu
yfirleitt yngri, jafnvel sumir lítið komnir yfir fermingaraldur, fór
söngnum eðlilega hrakandi. Erfitt var að finna menn á þeim aldri,
sem gátu með sæmilegu móti sungið fyista tenór og annan bassa.
Nú, söngkennslunni hélt ég samt áfram fram um 1960.
— Ekki hefur nú söngkennslan verið þitt eina starf á Hólum?
— Hvað skólanum viðkemur var hún það nú eiginlega. En bónd-
inn var alltaf nokkuð ríkur í mér svo ég átti bágt með að neita mér
um að umgangast skepnur. Ég átti því oftast þetta 25 til 30 kindur
og 2 til 3 hross, heyjaði fyrir þessu á sumrin og hirti að vetrinum.
Það var mikil sálubót. Hins vegar gegndi ég svo ýmsum störfum
öðrum, svo að alltaf var nóg að gera. Kirkjuorganistastörfum á Hól-
um gegndi eg í um 40 ár. Hreppstjóri var ég um hríð. Annars var
það rólegt starf. íbúar Hólahrepps hafa verið friðsamt fólk og lög-
hlýðið. Einu sinni bárust mér fregnir af því að tveir strákar væru
eitthvað að pukrast við að brugga áfengi, en það þótti nú raunar
varla tiltökumál í þá daga, þótt menn fengjust við það. Ég fór til
þeirra og sagði: Þið hættið þessu nú bara, strákar mínir, annars neyð-
ist ég til þess að kæra ykkur. Þar með var það búið. Oddvitastörfum