Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 81
GLOÐAFEYKIR
81
LTm tvítugsaldur fór Jakobína í kaupavinnu að Eiríksstöðum í
Svartárdal. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Gísla Ólafssyni, sjá þátt
af honum hér að framan. Þau giftust 1914, dvöldust vestur þar í
Húnaþingi til 1928, er þau fluttu til Sauð-
árkróks, reistu húsið Eiríksstaði og var þar
bólstaður þeirra æ síðan. Gísli lézt 14. jan.
1967. Barna þeirra hjóna er getið í þætti
hans.
Jakobína var meðalkona á vöxt, kvik í
hreyfingum, holdgrönn, skarpleit, fríð kona
talin á yngri árum. Hún var hraustbyggð
kona, gædd frábæru þreki og dugnaði, þótt
eigi virtist mikil fyrirferðar. Hún reyndist
manni sínum, skálchnu, góður förunautur
og lét sízt eftir liggja sinn hlut við að sjá
heimilinu farborða. Samvalin voru þau
hjón um höfðingslund og gestrisni. Jakobína var gædd ríkri fórnar-
lund og óhvikulu trygglyndi. „Það var alltaf skjól hjá Jakobínu“,
sagði nákunnugur maður.
Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. húsfr. í Ketu, í Hegranesi, lézt 21.
júl-í 1968.
Hún var fædd á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð 24. febrúar 1886,
dóttir Guðmundar bónda þar o. v. Sig-
urðssonar og konu hans Ingibjargar
Björnsdóttur; var hún alsystir Björns bónda
á Fagranesi, sjá Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 84.
Árssrömul fluttist Sisrirlauo- með foreldr-
um sínum að Innstalandi á Reykjaströnd,
þar óx hún upp til fullorðinsára. Árið 1915
gekk hún að eiga Árna Sigurðsson, albróður
Páls í Keldudal, sjá þátt af honum hér að
framan. Hófu þau þegar búskap í Glaum-
bæ og bjuggu þar eitt ár, annað ár í Brekku
hjá Víðimýri, en 1917 keyptu þau jörðina
Ketu í Hegranesi, fóru byggðum þangað og
bjuggu þar óslitið til 1950, er þau fengu syni sínum og tengdadótt-
ur jörð og bú í hendur. Sigurlaug átti heimilisfang í Ketu til ævi-
loka, en var annars hjá bömum sínum til skiptis, eftir að hún lét af
húsfreyjustörfum, og þó langmest hjá Sigurpáli. Arið 1942 varð hún
Sigurl. Guðmundsdóttir
Jakobina Þorleifsdóttir