Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 75
GLÓÐAFEYKIR
75
sem hún mátti, og rétta hlut hins minni máttar í hvívetna. Guðrún
var góð og glöð. Ljúflyndi hennar og giaðlyndi var samt við sig,
meðan dagur var á lofti“. (Sr. Kristinn Stef.). . . . En mest þótti
mér um vert, að gáfur hjartans voru engu síðri en gáfur heilans.
Hún var fundvís á allt hið bezta, sem í hverjum manni bjó og mat
hann í samræmi við það“. (Kolb. Kr.).
Arni Rögnvaldsson, sjómaður á Sauðárkr., lézt þ. 5. apríl 1968.
Hann var fæddur á Ríp í Hegranesi 6. febrúar 1891. Foreldrar:
Rögnvaldur, síðast bóndi á Þröm á Langholti, Jónsson bónda á
Uppsölum í Svarfaðardal og siðar í Kjart-
ansstaðakoti á Langholti, Rögnvaldssonar
bónda á Hofsá í Svarfaðardal, Rögnvalds-
sonar, og ráðskona hans Sigurlaug Þorláks-
dóttir bónda á Lóni í Viðvíkursveit, Ino-i-
mundarsonar bónda á Litlahóli, Þorgríms-
sonar, og konu hans Seselíu Gísladóttur.
Arni óx upp með foreldrum sínum, en
þau bjuggu fyrst í Rein í Hegranesi, síðan
á Steini á Reykjaströnd, þá í Jaðri hjá
Glaumbæ og og loks á Þröm, bugðu búi
1916 og fóru með syni sínum að Hólkoti
(nú Birkihlíð), er þá fór að búa þar. Arni
bjó í Hólkoti til 1920, þá á Hafragili á Laxárdal ytra eitt ár og loks
á Selnesi á Skaga 1921—1923 brá þá búi, flutti til Sauðárkróks og átti
þar heima til æviloka. Gerðist sjómaður, er þangað konr, en stund-
aði jafnframt landbúnað hin síðari ár.
Arið 1919 kvæntist Árni Margréti Jónasdóttur bónda á Hrafns-
stöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal, Hanssonar, og konu hans Ólafar Vig-
fúsdóttur hreppstj. á Myrká í Hörgárdal, Gíslasonar bónda á Minni-
Grindli í Fljótum, Þorlákssonar, en kona Vigfúsar og móðir Ólafar
var Þorbjörg Gamalíelsdóttir prests á Myrká, Þorleifssonar. Þau
Arni eignuðust eina dóttur barna, Aðalheiði, húsfr. á Sauðárkróki.
Árni Rögnvaldsson var meðalmaður á vöxt, skarpleitur og grann-
holda. Hann var vel gefinn og naut á yngri árum nokkurrar mennt-
unar, var m. a. á unglingaskólanum í Vík. Hann var gæddur ríkri
hljómlistargáfu, lék á orgel og var lengi organisti í Glaumbæjar-
kirkju. Hann unni söng og ljóði, var sjálfur hagmæltur í betra lagi
en fór dult með. Arni var áhugamaður, gæddur vinnuskerpu.
Arni Rögnvaldsson