Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 84
84
GLÓÐAFEYKIR
Fallnir félagar
„Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga 1952 var upp tekinn sá
háttur, að minnast þeiiTa félagsmanna, er látizt höfðu frá því er
síðasti aðalfundur var haldinn. Hefur sú venja haldizt síðan. Má
þykja við eiga að Glóðafeykir hefji birtingu þeirra fáu minningar-
orða um þessa föllnu félaga, er skráð voru að þeirn látnum, svo og
myndir af þeim, svo sem til hefur náðst“.
Þannig hljóða formálsorð þessara æviþátta, er hófu göngu sína í 5.
hefti Glóðafeykis og fjölluðu um þá félagsmenn, er fallið höfðu í
valinn milli aðalfunda 1951 og 1952. Á fyrstu fundunum voru þætt-
irnir lesnir upp, en þótti eigi fært, er frá leið, enda höfðu þeir þá
og lengst nokkuð. Var því ákveðið að birta þættina í félagsritinu.
Nú hafa komið í Glóðafeyki 210 æviþættir. Rösklega 100 þættir
eru til í handriti og eru þá taldir allir félagar, sem látizt hafa til
aprílloka s. 1.
3/5 1974.
G. M.
Sjá Jón Jóhannesson, bls. 59.
1 í Áttum Skagf., Skagf. æviskrám o. v. er Randver, föðurafi Jóns, talinn vera
bóndi á Jökli. Lilja, dóttir Jóns, tjáir mér, að Randver, langafi sinn, hafi
búið í Stórdal, og muni ruglingurinn til kominn sakir þess, að tveir menn
voru í Eyjafirði um þessar mundir, er báru Randvers-nafn og voru báðir
Bjarnasyni. Bjó annar á Jökli en hinn í Stóradal, og var sá faðir Jóhannesar,
föður Jóns, föður Lilju og þeirra systra. — G. M.