Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 72
72
GLÖÐAFEYKIR
hans Margrét Lárusdóttir á Æsustöðum í Mosfellssveit, Jónatans-
sonar, og konu hans Guðrúnar Grímsdóttur á Brúsastöðum, Þorleifs-
sonar bónda í Nesjum í Grafningi. Sigurður óx upp hjá foreldrum
sínum, fyrst á Bjarnastöðum til 1887 og síðan í Brekkukoti. Gekk í
Hólaskóla og lauk þar námi 1910; var eftir
það löngum kallaður Sigurður búfræðing-
ur eða Siggi „búi“.
Sigurður kvæntist eigi né átti börn, stofn-
aði því aldrei eigið heimili; en bólfastur
var hann alla ævi í Hólahreppi, stundum
hjú, stundum lausamaður, lengst í Efra-
Ási, um 20 ára skeið. Um hríð var hann á
Hólum hjá Sigurði skólastjóra og síðar Páli
Zóphoníassyni; annaðist oft aðdrætti til
staðarins og fékk þá stundum að kenna á
ýmsum erfiðleikum. Um skeið var hann
fylgdarmaður síra Guðbrands Björnssonar
í Vðivík í ferðalögum prófasts. Vegavinnu stundaði hann mörg sum-
ur; var sveitapóstur í Hólahreppi árum saman.
Sigurður Sigurðsson var naumlega meðalmaður á vöxt. Hann var
glaðlyndur og dagfarsprúður, góðviljaður og greiðvikinn. „Hann
var að vissu leyti einstæðingur, en hafði unun af að blanda geði við
fólk. Hann var trúmaður og einlægur kirkjuvinur . . . Sigurður var
trúr í störfum . . . og tryggur í vináttu“. (Sr. Bj. Bj.).
Hermann Sveinsson, f. bóndi á Miklahóli í Viðvíkursveit, lézt þ.
8.jan. 1968.
Hann var fæddur í Háagerði á Höfðaströnd 20. nóv. 1893, sonur
Sveins bónda þar Stefánssonar og konu hans Önnu Símonardóttur;
var hann albróðir Rósmundar í Efra-Ási, sjá þátt hans í Glóðaf.
1972, 13. h. bls. 60.
Ársgamall missti Hermann föður sinn. Heimilið var fátækt; varð
ekkjan að bregða búi og sundraðist fjölskyldan. Var Hermann, sem
var yngstur barna þeirra hjóna, með móður sinni; fylgdust þau
mæðgin jafnan að unz Anna dó háöldruð.
Nálægt aldamó.tum réðst Anna ráðskona að Sviðningi í Kolbeins-
dal, óx Hermann þar upp síðan. Snemma var hann hagur á hendur
og nam ungur járnsmíði. Reisti bú á Stafnshóli í Deildardal 1922
og bjó þar til 1930, er hann fór búnaði sínum að Miklahóli. Urn
það leyti eða litlu fyrr kvæntist hann Jóninu Jónsdóttur bónda á
Sigurður Sigurðsson