Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 76
76
GLOÐAFEYKIR
Hljóðlátur var hann og eigi hlutsamur, hafði sig lítt í frannni út á
við, en glaður og ræðinn í fámenni, hlýr og skemmtilegur, er hreyft
var við hans eigin hugðarefnum.
Valdimar Pétursson, verkam. á Sauðárkr., lézt þ. 5. apríl 1968.
Hann var fæddur á Hlíðarenda hjá Sauðárkróki 2. apríl 1911. For-
eldrar: Pétur bóndi á Þröm á Langholti, síðar á Sauðárkr., Hannes-
son, síðast bónda á Hryggjnm í Staðarfjöll-
um, Kristjánssonar bónda á Kirkjuskarði
á Laxárdal fremra, Jónssonar, og kona hans
Sigríður („herkona") Jónsdóttir vinnum. á
Stóru-Giljá í Þingi o. v., Pálssonar, og Svan-
hildar Jónsdóttur, bónda í Kollugerði á
Skagaströnd, Einarssonar.
Valdimar var með foreldrum sínum til
8 ára aldurs, er þau slitu samvistum. Fylgdi
hann þá föður sínum, er var í vist hér og
þar austan Vatna — Brimnesi, Miklabæ í
Óslandshlíð, Svaðastöðnm o. v. Innan við
tvítugt flutti hann til Sauðárkróks og var
þá fyrst með móður sinni. Keypti bát í féíagi við Sigurjón bróður
sinn og stundaði sjó um nokkurra ára skeið. Veiktist af berklum
1933 og lá meir en 2 ár á sjúkrahúsi, en bróðir hans drukknaði í
mannskaðaveðrinu mikla 14. des. 1936. Valdimar náði aftur heilsu
og var þá í vegavinnu nokkur sumur og síðar í byggingavinnu, eu
síðustu 13 árin vann hann hjá Kaupfél. Skagf. og Fiskiðju Sauðárkr.
Árið 1937 gekk Valdimar að eiga Herdísi Sigurjónsdóttur bónda í
Sigríðarstaðakoti í Flókadal, Björnssonar, og konu hans Sigurlaug-
ar Jóhannsdóttur. Börn þeirra eru þrjú: Sigríður, húsfr. á Flugu-
mýri, Rut, húsfr. í Tunguhlíð og Pétur, námsmaður.
Valdimar Pétursson var í hærra lagi og þrekvaxinn, herðibreiður
og lítið eitt lotinn í herðum; bjartur á yfirbragð, fölleitur, fullur að
vöngum, mikill myndarmaður, svipurinn heiður og hreinn. Hann
var vel viti borinn og skáldmæltur, á kvæði og stökur í Skagfirzkum
ljóðum. Hann var mikill félagshyggjumaður, eindreginn og lieill
samvinnumaður, löngum fulltrúi á aðalfundum K.S. Hann stóð
framarlega í verkalýðsmálum, var um árabil í stjórn verkamanna-
fél. Fram og formaður þess lengur en nokkur annar, sat oft á þing-
um Alþýðusamb. Isl. Hann var vel máli farinn en eigi málrófsmað-
ur né hávaðasamur. Viðmót hans og framkoma öll var mótuð af