Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 33

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 33
GLOÐAFEYKIR 33 Samvinnuspjall - SAGT TIL SYNDAN'NA - Svo má þykja, sem íslendingar séu miklir samvinnumenn. Skráðir félagsmenn í kaupfélögum munu vera yfir 39 þús., eða uppundir það 5. hver Islendingur. Slíkt mun fátítt með nokkurri þjóð. íslend- ingar eru líka miklir samhjálparmenn. Það sýndi Vestmanneyja- söfnunin. Það hafa margar fjársafnanir sýnt, þegar einhvers staðar hefur þurft að hlaupa undir bagga. Samvinna og samhjálp eru af sömu rót. „Grundvallarhugsjón samvinnustefnunnar er að styðja þann, sem er minni máttar“, segir Hermann á Mói, hinn aldni sam- vinnufrömuður, í viðtali í 14. h. Glóðafeykis. Já, íslenzk samvinnuhreyfing er vissulega fjölmenn. En tölur ber oft að taka með nokkurri varúð. Skráðir félagsmenn eru margir. En eru þeir allir samvinnumenn í raun? Ég efa það. Viðhorf manna til samvinnustefnu og kaupfélaga er með ýmsum hætti. Æði margir, einkum í þéttbýli, eru hreinir og opinskáir and- stæðingar félaganna, sumir vegna lífsskoðunar sinnar, sem hneigist til annarrar áttar en hugsjón samvinnumanna, aðrir vegna þess, að þeir telja kaupfélögin vilja gúkna yfir allt of mörgu og miklu, að þau gangi á rétt sinn og þrengi að hagsmunum sínum. Þessi sjónar- mið eru fullkomlega skiljanleg og mannleg, þótt þau brjóti bág við langsýna félagshyggju og horfi naumast til vaxandi mannþroska. En við því er ekkert að segja. Flestir andstæðingar samvinnufélaganna eru heiðarlegir andstæðingar. Og heiðarleg andstaða er félögunum holl, að ég ekki segi nauðsynleg, og á, ef rétt er stefnt, að reynast hvatning til dáða. Hinu tjóar svo ekki að neita, að meðal andstæðinganna eru drjtig- margir ofstækismenn, sem haldnir eru sjúklegu hatri í garð kaup- félaganna, telja þau af hinu illa, reyna með öllu móti að hamla gegn vaxandi gengi þeirra og valda þeim tjóni. Þeir spinna upp lygasög- ur og óhróðurs, læða þeim út, ýta undir, svo að magnist í meðförum — en þykjast sjálfir hvergi nærri koma, fela sig að baki fjöldans. Þetta gerist víða, og þarf eigi langt að leita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.