Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 59

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 59
GLOÐAFEYKIR 59 húsmennsku á Þorleifsstöðum o. v., en reistu bú á Tyrfingsstöðum á Kjálka 1916 og bjuggu þar til 1924, þá á Ytri-Kotum í Norðurár- dal til 1929, en brugðu þá búi og fluttu til Sauðárkr. skömmu síðar. Arið 1928 var Rögnvaldur skipaður vegaverkstjóri. Sá hann um gerð og viðhald vega í Blönduhlíð, á Norðurárdal og Öxnadalsheiði, allt til Bakkasels í Öxnadals. Þá stjórnaði hann og fyrirhleðslum við Héraðsvötn hjá Vindheimabrekkum og Dalsá í Blönduhlíð. Var hann verkstjóri í 30 ár, allt til ársloka 1958, Rögnvaldur var ágætur verkstjóri, mikilvirkur og þó vandvirkur, frábærlega vinsæll af und- irmönnum sínum, enda völdust löngum til hans úrvalsmenn og margir hinir sömu ár eftir ár. Naut hann og fullrar virðingar og vináttu vegamálastjóra, sem taldi hann einn meðal sinna allra beztu verkstjóra. Rögnvaldur missti konu sína árið 1964, eftir áratuga vanheilsu. Sjálfur var hann þrotinn að kröftum síðustu árin og mjög tekin að förlast sýn. Þrjú eru börn þeirra hjóna: Guðrún, húsfr. og kaupkona á Siglufirði, gift Ragnari Jóhannessyni, skattstjóra, Árni, bílstj. á Sauðárkr., kvæntur Jónínu Antonsdóttur, og Ingyeldur, húsfr. á Sauðárkr., gift Guttormi Óskarssyni, gjaldkera hjá Kaupfél. Skagf. Rögnvaldur Jónsson var meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel, hvadegur og snöggur í hreyfingum, fjörmaður einstakur og manna vaskastur við hvað sem var, kappsmaður og duglegur. Hann var fríð- leiksmaður í sjón, drengilegur á svip og í allri framkomu, geðríkur nokkuð og stór í stykkjum, hreinskilinn, djarfur og ókvalráður, en viðkvæmur í lund, hjartahKx og mátti eigi aumt sjá. Hann erfði marga helztu eðliskosti foreldra sinna.: dugnað og eljusemi, höfð- ingslund og rausn. Fátæk voru þau hjón framan af árum, þótt úr rættist nokkuð, er á leið. Og aldrei var svo þröngt í búi, að eigi nytu gestir höfðinglegra veitinga. Og gestirnir voru margir. Rögnvaldur verkstjóri var gleðimaður. Hann var hestamaður góð- ur og stundaði tamningar framan af árum. Vinfengi nokkurt var með honum og Bakkusi kóngi, bæði fyrr og síðar. Þó urðu samskipti þeirra aldrei svo náin, að niður kæmi á þeim skyldustörfum, er á honum hvíldu. Röganvaldur kynntist miklum fjölda manna. Á langTÍ ævi hlaut hann hvers manns hlýhug og traust. Jón Jóhannesson, verkam. á Sauðárkr., lézt þ. 30. maí 1967. Hann var fæddur í Lítlabæ í Eyjafirði fram þ. 21. okt. 1889, sonur Jóhannesar bónda þar o.v. Randverssonar, bónda í Stóradal1 (sjá bls. 84), Bjarnasonar og konu hans Ólínu Jónsdóttur bónda á Hólum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.