Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 26

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 26
26 GLOÐAFEYKIR En ekki er að vita hvert ég hefði ráfað, ef ég hefði ekki lent í þessum ágæta félagsskap. — Og svo lögðu foreldrar þínir leið sína til Skagafjarðar og þú með þeim. Hver var orsökin til þess? — Já, eftir 12 ára búskap í Garði fluttum við vestur í Hóla árið 1905. Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum í Fnjóskadal, síðar bún- aðarmálastjóri, var þá skólastjóri orðinn á Hólum. Þeir voru góð- kunningjar og frændur, Sigurður og pabbi. Búið á Hólum var þá a. m. k. ekki í beinum tengslum Hð skólann, beldur rekið sérstak- lega. Sigurður mun hafa viljað að svo yrði áfram, svo að bann gæti helgað sig skólanum einvörðungu í stað þess að fást einnig við bú- skapinn. Fékk hann því pabba til þess að koma vestur að Hólurn og taka að sér búið. Flóvent Jóhannsson hafði áður haft með búið að gera. Sérstakir matsmenn mátu það í hendur pabba og var ærin metin á 14,00 kr. Flóvent þótti rnatið of lágt og varð úr, að pabbi borgaði 17,00 kr. fyrir ána. Yildi það heldur en að þurfa að kaupa óhagvant fé og flytja heimeftir. Raunar kom hann nú með sitt fé að austan. Mun hafa viljað halda í sinn garnla fjárstofn. Þetta var held- ur ekki svo ýkja löng leið, því að hægt var að fara tiltölulega beint með féð. Það var ferjað yfir Eyjafjörð til Dalvíkur, síðan rekið fram Svarfaðardal, yfir Heljardalsheiði og til Hóla. Gekk þetta ágætlega. — Hvað var faðir þinn lengi bústjóri á Hólum? — Hann var það í 9 ár, frá 1905 til 1914. 1915 fluttum við að Hofi, sem, eins og kunnugir vita, er næsti bær við Hóla að austan- verðu í dalnum og jafnframt fremsti bærinn þeim megin Hjalta- dalsár. A Hofi bjó hann svo upp frá því og til dauðadags en hann lézt árið 1921. — Trúlega hefur húsakostur á Hólum þegar þið komuð þangað verið ærið frábrugðinn því, sem hann er nú? — Já, það var hann að sjálfsögðu. Þá stóð skólahúsið á hæðinni þar sem verkfærageymslan er nú. 1 því bjuggum við yfir sumarið en í gamla bænum, sem er nú kominn í umsjá þjóðminjavarðar, — að vetrinum. Arið 1910 var svo suðurhelmingur núverandi skólahúss byggður. Upphaflega var svo ráð fyrir gert, að það yrði timburhús, en ofan á varð þó, sem betur fór, að það var reist úr steini. 1 því var íbúð skólastjóra, kennslustofur og nemendaherbergi að einhverju leyti a. m. k., en matarfélagið hafði sína bækistöð í gamla húsinu. Þessi bygging jók að sjálfsögðu mjög húsrými á Hólum, enda ekki orðin vanþörf á, því að þröngt hafði þar verið setinn bekkurinn. Haustið 1926 brann svo gamla húsið, sem var timburhús. Fuðraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.