Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 7
GLÓÐAFEYKIR
7
Björn Guðnason og Haraldur Hróbjartsson við byggingu sláturhúss K. S.
Tobías Sigurjónsson var mætur maður og gagnmerkur samvinnu-
leiðtogi. Störl hans öll fyrir Kaupfél. Skagfirðinga og skagfirzka sam-
vinnumenn voru mótuð af hyggindum og framsýni hins þroskaða og
reynda samvinnumanns. Og þau störf voru mikil orðin og marg-
breytileg á löngum ferli, meiri miklu og áhrifaríkari en svo að al-
menningi lægi í augum uppi, enda var hann og hlédrægur maður,
hóglátur og eigi hávaðasamur“.
Fundarmenn risu úr sætum í þakklætis- og virðingarskyni við
minningu Tobíasar Sigurjónssonar.
Fundarstjórar voru kjörnir Magnús H. Gíslason á Frostastöðum
og Stefán Gestsson, Arnarstöðum. Fundarritarar Halldór Hafstað í
Útvík og Sigurður Sigurðsson, Briinastöðum.
Form. las upp nöfn þeirra 20 félagsmanna, er látizt höfðu frá
því er síðasti aðalfundur var haldinn (10. og 11. maí 1973), fæðing-
ardag og ár, svo og dánardag. Fundarmenn minntust þeirra með
því að rísa úr sætum.
Þá flutti form. skýrslu stjórnar fyrir s. 1. ár. Gat þess fyrst, að á
fundi sínum þ. 25. maí s. 1. hefði stjórnin kjörið Svein Guðmunds-
son, fyrrv. kaupfélagsstjóra, heiðursfélaga Kaupfélags Skagfirðinga.
Þótti það vel við eiga á 85 ára afmæli félagsins. Lýstu fundarmenn
ánægju sinni með þá ákvörðun með almennu lófataki.
Haldnir voru á árinu 14 stjórnarfundir, tekin fyrir 44 mál, smærri