Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 65
GLÓÐAFEYKIR
65
gegna hversu vel þau komust af. Attu þar bæði ómældan hlut. Páll
var hygginn maður og mikill þrifnaðarbóndi, hafði gagnsamt bú,
þótt eigi væri stórt, og fór afbragðsvel með allar skepnur. Guðrún
skörungur og afburða dugleg. Samvalin voru þau hjón um gest-
risni og greiðasemi og oft um efni fram. Páll var mannblendinn og
viðræðuglaður, hafði yndi af að skipta skoðunum við aðra menn.
Börn þeirra hjóna eru 7: Sigurður, húsasmiður, Ragnhildur, hús-
fr., Skarphéð'mn, bifreiðarstj., Reynir, húsasm., öll í Reykjavík,
Hólmfríður, húsfr. á Sauðárkr., Gestur, húsasm. og Hólmar, verkstj.,
báðir í Reykjavík.
Páll Sigurðsson var mikill maður á vöxt og myndarlegur, hvar
sem á var litið, beinn í baki og bar sig vel til hárrar elli, íþróttamað-
ur á yngri árum, glímumaður góður. Eigi var hann sérstakur at-
hafnamaður í búnaði, enda naumast hægt um vik, — fátækur leigu-
liði á faraldsfæti í tvo áratugi og meir en sextugur maður, er hann
settist á eigin jörð. En hirðusemi, þrifnaður og frábær snyrtimennska
var honum í blóð borin.
Páll í Keldudal var greindur maður, áhugasamur um almenn mál,
lét oft til sín taka á mannfundum, sem hann sótti flestum betur.
Hann hafði fastmótaðar skoðanir og hélt vel á máli sínu við hvern
sem var. Hann var mikill samvinnumaður og félagshyggju, drengur
hinn bezti og skipaði sér jafnan þar í sveit, sem betur gegndi. Hann
var gleðimaður og söngmaður, félagi í karlakórum. Páll var trú-
maður, en frjálsyndur í trúarefnum sem öðrum, bar hlýjan hug til
kirkju sinnar, var safnaðarfulltrúi mörg ár. Hann var vinsæll mað-
ur og bar í hvívetna hreinan skjöld.
Vigfús Helgason, kennari á Hólum í Hjaltadal, lézt þ. 31. júlí
1967.
Hann var fæddur á Hóli í Hörðudal 12. des. 1893, sonur Helga
bónda þar oghreppstj., síðar á Ketilsstöðum í Hörðudal, Guðmunds-
sonar, og konu hans Ásu Kristjánsdóttur.
Vigfús fluttist í bernsku með foreldrum sínum að Ketilsstöðum
og ólst þar upp. Fór til Noregs 1916 og stundaði nám við lýðháskól-
ann á Kleppi á Jaðri, síðan við búnaðarskólann á Stend og lauk
þaðan búfræðiprófi. Var við verklegt búnaðarnám í Sandvík í Harð-
angri og síðan framhaldsnám við landbúnaðarháskólann í Asi.
Hvarf þá til Kaupmannahafnar og lauk kandídatsprófi við landbún-
aðarháskólann þar árið 1920. Sótti fyrirlestra í íslenzkum fræðum
við Háskóla íslands veturinn 1921—1922. Vigfús fór síðan hvað eftir