Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 67

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 67
GLOÐAFEYKIR 67 manni illt, vildi öllum vel. Hann var geðljúfur og greiðvikinn, enda vinsæll af hverjum manna; mun og enginn maður hafa borið til hans kala eða lagt honum lastyrði. Guðmnndur Sveinsson, fulltr. á Sauðárkr., lézt þ. 19. okt. 1967. Hann var fæddur að Hóli í Sæmundarhlíð 11. marz 1893. Foreldr- ar: Sveinn bóndi á Hóli Jónsson, hreppstjóra þar, Jónssonar bónda á Bessastöðum, þess er drukknaði við sel- veiðar í Héraðsvötnum 1822, Jónssonar, og kona hans Hallfríður Sigurðardóttir bónda á Stóra-Vatnsskarði, Bjarnasonar skyttu og bónda á Sjávarborg, Jónssonar, og fyrri konu hans Ingibjargar Sölvadóttur hrepp- stjóra í Skarði, Guðmundssonar. Guðmundur óx upp í föðurgarði. Tví- tugur lauk hann námi við bændaskólann á Hólum. Hélt næsta haust til Noregs og stundaði nám um tíma við búnaðarháskól- ann í Asi. Fór þaðan til Danmerkur og Þýzkalands og vann við landbúnað. Heim kom hann aftur að Hóli 1915, eftir tveggja ára útivist, og sinnti ýms- um búnaðarstörfum, vann m. a. að túnmælingum og kortagerð; fékkst og nokkuð við barnakennslu. Árið 1920 hvarf Guðmundur alfari til Sauðárkróks. Vann fyrst skamma stund við verzlun Kristjáns Gíslasonar, þá 2 ár hjá Kaupfél. Skagf., síðan hjá Sameinuðu verzlununum til 1928, er hann hvarf aftur til K.S. Þar var hann síðan fastur starfsmaður um 40 ára skeið, allt til efsta dags. Þar innti hann af hendi sitt ævistarf, mikið starf og farsælt. Hann gerðist aðalbókari félagsins, skrifstofustjóri, full- trúi kaupfélagsstjóra og önnur hönd. Hann gegndi og forstjórastarfi langtímum saman í fjarveru kaupfélagsstjóra, síra Sigfúsar jónssonar og síðar Sigurðar Þórðarsonar, er þeir sátu á Alþingi. Hann var mikill starfsmaður, meðan heill var heilsu, glöggur bókhaldsmaður, fljótur að átta sig á hverju viðfangsefni. Enda þótti ævistarf Guðmundar Sveinssonar væri órjúfanlega tengt K.S., þá kom hann víðar við. Hann sat í hreppsnefnd Sauð- árkrókshr. 1942—1947, þá í bæjarstjóri til 1959, forseti hennar frá 1951. Formaður Sjúkrasaml. Sauðárkr., form. skólan., átti sæti í stjórn Sparisj. Sauðárkr. fjölda ára og tvo tugi ára í stjórn Rafveitu Sauðárkr. Enn átti hann sæti í stjórnum ungmennafélaga svo og í Guðmundur Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.