Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 67

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 67
GLOÐAFEYKIR 67 manni illt, vildi öllum vel. Hann var geðljúfur og greiðvikinn, enda vinsæll af hverjum manna; mun og enginn maður hafa borið til hans kala eða lagt honum lastyrði. Guðmnndur Sveinsson, fulltr. á Sauðárkr., lézt þ. 19. okt. 1967. Hann var fæddur að Hóli í Sæmundarhlíð 11. marz 1893. Foreldr- ar: Sveinn bóndi á Hóli Jónsson, hreppstjóra þar, Jónssonar bónda á Bessastöðum, þess er drukknaði við sel- veiðar í Héraðsvötnum 1822, Jónssonar, og kona hans Hallfríður Sigurðardóttir bónda á Stóra-Vatnsskarði, Bjarnasonar skyttu og bónda á Sjávarborg, Jónssonar, og fyrri konu hans Ingibjargar Sölvadóttur hrepp- stjóra í Skarði, Guðmundssonar. Guðmundur óx upp í föðurgarði. Tví- tugur lauk hann námi við bændaskólann á Hólum. Hélt næsta haust til Noregs og stundaði nám um tíma við búnaðarháskól- ann í Asi. Fór þaðan til Danmerkur og Þýzkalands og vann við landbúnað. Heim kom hann aftur að Hóli 1915, eftir tveggja ára útivist, og sinnti ýms- um búnaðarstörfum, vann m. a. að túnmælingum og kortagerð; fékkst og nokkuð við barnakennslu. Árið 1920 hvarf Guðmundur alfari til Sauðárkróks. Vann fyrst skamma stund við verzlun Kristjáns Gíslasonar, þá 2 ár hjá Kaupfél. Skagf., síðan hjá Sameinuðu verzlununum til 1928, er hann hvarf aftur til K.S. Þar var hann síðan fastur starfsmaður um 40 ára skeið, allt til efsta dags. Þar innti hann af hendi sitt ævistarf, mikið starf og farsælt. Hann gerðist aðalbókari félagsins, skrifstofustjóri, full- trúi kaupfélagsstjóra og önnur hönd. Hann gegndi og forstjórastarfi langtímum saman í fjarveru kaupfélagsstjóra, síra Sigfúsar jónssonar og síðar Sigurðar Þórðarsonar, er þeir sátu á Alþingi. Hann var mikill starfsmaður, meðan heill var heilsu, glöggur bókhaldsmaður, fljótur að átta sig á hverju viðfangsefni. Enda þótti ævistarf Guðmundar Sveinssonar væri órjúfanlega tengt K.S., þá kom hann víðar við. Hann sat í hreppsnefnd Sauð- árkrókshr. 1942—1947, þá í bæjarstjóri til 1959, forseti hennar frá 1951. Formaður Sjúkrasaml. Sauðárkr., form. skólan., átti sæti í stjórn Sparisj. Sauðárkr. fjölda ára og tvo tugi ára í stjórn Rafveitu Sauðárkr. Enn átti hann sæti í stjórnum ungmennafélaga svo og í Guðmundur Sveinsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.