Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 64

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 64
64 GLÓÐAFEYKIR þótt í odda skærist, og gat verið meinlegur í tilsvörum. Hann var einlægur trúmaður, en raunsær og víðsýnn í trúmálum og eigi kreddubundinn. Guðmundur var orðstilltur maður, skilgóður og skrumlaus, mikill heiðursmaður. Honum förlaðist sýn í elli og varð að lokum blindur. Pdll Sigurðsson, f. bóndi í Keldudal í Hegranesi, lézt þ. 9. sept. 1967. Hann var fæddur á Þóroddsstað í Kaldakinn 4. apríl 1880. For- eldrar: Sigurður bóndi Pálsson, Halldórs- sonar, merkur maður og kunnur norður þar, greindur vel og skáldmæltur, og kona hans Hólmfríður Kristbjörg Árnadóttif bónda á Hóli í Kinn, Bjarnasonar bónda í Fellsseli, Jónssonar. Páll ólst upp á ættarslóðum í Þingeyjar- sýslu til fullorðinsára. Stundaði nám í Hólaskóla og þeir bræður þrír samtímis. Luku þeir allir búfræðiprófi vorið 1906, Páll elztur, þá Árni, síðar bóndi í Ketu í Hegranesi, og Kristján yngstur, síðar bóndi og kennari á Brúsastöðum í Vatnsdal. Eigi hurfu þeir bræður til langdvalar á æskuslóðum eftir að skóla- vist á Hólum lauk. Var Páll til heimilis á Brúsastöðum, hjá Kristjáni bróður sínum, en annars lausamaður á þeim árum og vann á ýmsum stöðum í Húnaþingi og Skagafirði. Árið 1922 kvæntist hann Guðrúnu Magnúsdóttur og konu hans Efemíu Bóasdóttur á Kleif- um í Kaldbaksvík á Ströndum vestur; var hún 19 árum yngri en Páll. Hófu þau búskap á Bergsstöðum í Svartárdal og bjuggu þar eit tár, þá í Kolgröf á Efribyggð 1922—1927, er þau fóru byggðum að Austurhlíð í Blöndudal, þá að Dæli í Sæmundarhlíð 1933, að Holtskoti 1935 og bjuggu þar til 1942, er þau keyptu Keldudal og bjuggu þar 12 ár, en seldu þá jörðina í hendur dóttur sinni og tengdasyni. Fluttust með þeim til Sauðárkróks 1962 og áttu þar heima síðustu árin. Svo sem hér má sjá, voru þau hjón lengstum á hrakhólum með jarðnæði. Tíðir búferlaflutningar eru hverjum bónda hvimleiðir og eigi hollir efnahag. Mun þessi hrakhólabúskapur hafa reynzt þeim hjónum þyngri í skauti en ómegðin, sem þó var æði mikil, enda voru þau fátæk löngum, einkum á fyrri árum. Má raunar furðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.