Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 64
64
GLÓÐAFEYKIR
þótt í odda skærist, og gat verið meinlegur í tilsvörum. Hann var
einlægur trúmaður, en raunsær og víðsýnn í trúmálum og eigi
kreddubundinn. Guðmundur var orðstilltur maður, skilgóður og
skrumlaus, mikill heiðursmaður. Honum förlaðist sýn í elli og varð
að lokum blindur.
Pdll Sigurðsson, f. bóndi í Keldudal í Hegranesi, lézt þ. 9. sept.
1967.
Hann var fæddur á Þóroddsstað í Kaldakinn 4. apríl 1880. For-
eldrar: Sigurður bóndi Pálsson, Halldórs-
sonar, merkur maður og kunnur norður
þar, greindur vel og skáldmæltur, og kona
hans Hólmfríður Kristbjörg Árnadóttif
bónda á Hóli í Kinn, Bjarnasonar bónda í
Fellsseli, Jónssonar.
Páll ólst upp á ættarslóðum í Þingeyjar-
sýslu til fullorðinsára. Stundaði nám í
Hólaskóla og þeir bræður þrír samtímis.
Luku þeir allir búfræðiprófi vorið 1906,
Páll elztur, þá Árni, síðar bóndi í Ketu í
Hegranesi, og Kristján yngstur, síðar bóndi
og kennari á Brúsastöðum í Vatnsdal.
Eigi hurfu þeir bræður til langdvalar á æskuslóðum eftir að skóla-
vist á Hólum lauk. Var Páll til heimilis á Brúsastöðum, hjá Kristjáni
bróður sínum, en annars lausamaður á þeim árum og vann á
ýmsum stöðum í Húnaþingi og Skagafirði. Árið 1922 kvæntist hann
Guðrúnu Magnúsdóttur og konu hans Efemíu Bóasdóttur á Kleif-
um í Kaldbaksvík á Ströndum vestur; var hún 19 árum yngri en
Páll. Hófu þau búskap á Bergsstöðum í Svartárdal og bjuggu þar
eit tár, þá í Kolgröf á Efribyggð 1922—1927, er þau fóru byggðum
að Austurhlíð í Blöndudal, þá að Dæli í Sæmundarhlíð 1933, að
Holtskoti 1935 og bjuggu þar til 1942, er þau keyptu Keldudal og
bjuggu þar 12 ár, en seldu þá jörðina í hendur dóttur sinni og
tengdasyni. Fluttust með þeim til Sauðárkróks 1962 og áttu þar
heima síðustu árin.
Svo sem hér má sjá, voru þau hjón lengstum á hrakhólum með
jarðnæði. Tíðir búferlaflutningar eru hverjum bónda hvimleiðir
og eigi hollir efnahag. Mun þessi hrakhólabúskapur hafa reynzt
þeim hjónum þyngri í skauti en ómegðin, sem þó var æði mikil,
enda voru þau fátæk löngum, einkum á fyrri árum. Má raunar furðu