Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 49
GLÓÐAFEYKIR
49
Þetta sögðu þeir
Indriði Einarsson:
„1890 yrkir Matthías kvæðið um Skagafjörð: „Skín við sólu Skaga-
fjörður", eins konar lands- og sögulýsingu þessa fagra héraðs. Hér-
aðsmenn stungu kvæðinu inn á brjóstið til að hlýja sér á tign og feg-
urð. Þeir vildu launa kvæðið og heimtuðu skáldalaun handa Matt-
híasi. Ólafur Briem bar tillöguna fram á þingi. Ég hef aldrei
heyrt hann tala betur. Tillagan kom til fjárlaganefndar og var tekin
þar til umræðu. Einn stakk upp á 3000 kr., síra Sigurður Jensson
prófastur var um tíma fús á að veita það, ef Matthías hætti þá alveg
prestsskap, því honum þótti skáldið ekki nægilega trúað á eilífa út-
skúfnn. Ekki greiddi hann atkvæði rneð því. Eiríkur Briem greiddi
atkvæði með 3000 kr. — „Ég geri allt fyrir Matthías", sagði hann.“
Sr. Guðrnundur Sveinsson, skólastjóri:
„Ég er þeirrar persónulegu skoðunar að þess sé hin brýnasta þörf
nú að geyma og gæta merkrar arfleifðar, sem samvinnuhreyfingin á
og getur miðlað.“
Hermann Jónsson á Yzta-Mói:
„Ég held, að ekki fari hjá því, að við, sem starfað höfum í sam-
vinnuhreyfingunni áratugum saman, finnum, að ekki er þar allt eins
og áður var. Andi hreyfingarinnar, ef svo má að orði komast, er
breyttur, hinn almenni áhugi á starfinu minni en áður fyrr, ein-
staklingarnir fjarlægari félagsskapnum. Þegar við Fljótamenn vor-
um að berjast fyrir okkar litla kaupfélagi voru allir barmafullir af
áhuga, allir vildu taka þátt í starfinu, leggja sitt af mörkum til efl-
ingar félagsskapnum. Þannig held ég að það hafi einnig verið ann-
ars staðar. Nú finnst mér skorta skilning á gildi samvinnunnar fyrir
þjóðina og kannski einnig á því, að einstaklingurinn á að vinna fyrir
hreyfinguna og hreyfingin fyrir einstaklingin. Þetta verður ekki að-
greint. Vera má, að of mikil áherzla sé lögð á gróðasjónarmiðið. Auð-
vitað verða félögin að vera fjárhagslega traust til þess að geta veitt
þá þjónustu, sem af þeim er krafizt. En það má ekki verða á kostnað