Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 57
GLÓÐAFEYKIR
57
Bryndísi, húsfr. og Söru, hjúkrunarnema, báðar í Reykjavík. Þangað
flutti og móðir þeirra nokkru eftir lát eiginmanns síns.
Sigurður Björnsson var meðalmaður á velli, liðlega vaxinn, frek-
ar holdskarpur, toginleitur í andliti og þó vel farinn. Ferill hans
var eigi margslunginn né viðburðarríkur. Hann var látlaus maður
og hógvær, trúr og samvizkusamur í öllu starfi, traustur og áreiðan-
legur í viðskiptum, vinsæll maður og drengur góður. Merkur maður
og nákunnugur Signrði lét svo um mælt, að „um hann yrði ekki
annað en gott með sanni saort“.
o o
Pálmi Sveinsson, f. bóndi á Reykjavöllum á Neðribyggð, lézt þ.
6. marz 1967.
Hann var fæddur í Borgarey í Vallhólmi 13. des. 1883, sonur
Sveins bónda Gunnarssonar á Mælifellsá og
konu hans Margrétar Árnadóttur. Var
Pálmi albróðir Indíönu, konu Hallgríms
A. Valbergs — sjá þátt hans í 13. h. Glóðaf.
1972, bls. 45 — og þeirra systkina. Eignuð-
ust þau Mælifellsárhjón 15 börn, komust
13 upp og voru mannvænleg öll í bezta lagi.
Pálrni óx upp með foreldrum sínum,
fyrst í Borgarey til 1885, þá í Syðra-Vall-
holti til 1888, á Bakka í Hólmi til 1893 og
loks á Mælifellsá til fullorðinsára. Hóf þar
búskap 1909 og bjó með systkinum sínum,
ókvæntur, til 1913, og aftur 1914—1919, er
hann festi ráð sitt. Kona hans var Guðrún Andrésdóttir bónda á
Reykjavöllum, alsystir Hallgríms A. Valbergs. Reistu þau bú á
Reykjavöllum 1920 og bjuggu þar óslitið til 1953, er sonur þeirra
tók við jörð og búi. Pálmi missti konu sína árið 1955; dvaldist hann
eftir það með syni sínum á Reykjavöllum. Þau hjón eignuðust 6
börn og komust 5 til þroska: Herdís, húsfr. á Sauðárkr., Hólmfríður,
húsfr. í Reykjavík, Rósa, húsfr. á Hraunum í Fljótum, Pétur, bóndi
á Reykjavöllum og Sveinn, iðnaðarm. í Reykjavík.
Pálmi á Reykjavöllum var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og
þéttur á velli; bjartur á yfirbragð, rjóður á vanga, augun fjörleg og
geislandi, svipurinn ljómandi af lífsgleði og þrótti. Pálmi var greind-
ur maður og vel gerður. Engi var hann auðmaður á veraldarvísu,
þótt jafnan væri sjálfunt sér nógur. En hann átti annars konar auð
og öruggari miklu til varanlegrar giftu. Hann átti í hjarta sér ótæm-
Pálmi Sveinsson