Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 61
GLÓÐAFEYKIR
61
kona hans Guðrún Ólafsdóttir, er síðar giftist Albert á Páfastöðum,
sjá þátt af honum í 7. h. Glóðaf. 1967, bls. 33.
Fjögurra ára gamall missti Snorri föður sinn. Ólst upp á Páfa-
stöðum með móður sinni og stjúpföður,
Albert Kristjánssyni. Arið 1907 kvæntist
hann Jórunni Sigurðardóttur bónda í Litlu-
gröf á Langholti, Jónssonar bónda á Páfa-
stöðum, Magnússonar bónda þar, Jónsson-
ar, og konu hans Guðlaugar Eiríksdóttur
bónda á Skuggabjörgum í Deildardal o. v.,
Pálssonar skáld í Pyttagerði o. v., Þorsteins-
sonar. Þau Snorri og jórunn reistu bú í
Stórugröf 1908 og bjuggu þar hartnær 40
ár óslitið, allt til 1947. Brugðu þá búi og
dvöldust eftir það með börnum sínum og
Snorri á sjúkrahúsi nokkur síðustu árin,
en hafði þó lengstum ferlivist.
Snorri bjó ávallt góðu búi, enda áhugamaður og dugnaður og at-
kvæða heyskaparmaður. Hann missti konu sína 1960. Börn þeirra
hjóna eru þrjú, þau er til aldurs komust: Sigurður, bóndi og málari
í Stórugröf, kvæntur Þorbjörgu Þorbjarnardóttur frá Geitaskarði,
Guðrún, húsfr. á Sauðárkr., gift Pálma Sigurðssyni, mjólkuriðn-
aðarm. og Sigrún, húsfr. á Sauðárkr., gift Evert Þorkelssyni, kaup-
manni.
Snorri í Stórugröf var meðalmaður á velli, frekar grannvaxinn,
holdskarpur, augun fögur undir loðnum brúnum, svipfarið hvort
tveggja í senn, skerpulegt og íhugult. Hann var greindur vel, sem
hann og átti kyn til, prúður í háttum, vinsæll maður og vel látinn.
Hann hafði á hendi nokkur trúnaðarstörf fyrir sveit sína og naut al-
menns trausts, enda í hvívetna hinn mesti sæmdarmaður.
Jóhanna Bergsdóttir, verkak, á Sauðárkr., lézt þ. 7. júlí 1967.
Hún var fædd að Skálafelli í Suðursveit 12. okt. 1883, dóttir Bergs
bónda á Skálafelli Hallssonar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur.
Stóðu að henni merkir ættstofnar skaftfellskir á báða bóga, annars
vegar ætt Jóns sýslumanns Helgasonar á Hoffelli í Nesjum og hins
vegar ættleggur síra Bergs prófasts í Bjarnanesi Guðmundssonar.
Var Jóhanna fjórmenningur við Þorleif alþingism. í Hólum í
Hornafirði.
Ung missti Jóhanna föðnr sinn. Fór hún þá með móður sinni að
Snorri Stefánsson