Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 61

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 61
GLÓÐAFEYKIR 61 kona hans Guðrún Ólafsdóttir, er síðar giftist Albert á Páfastöðum, sjá þátt af honum í 7. h. Glóðaf. 1967, bls. 33. Fjögurra ára gamall missti Snorri föður sinn. Ólst upp á Páfa- stöðum með móður sinni og stjúpföður, Albert Kristjánssyni. Arið 1907 kvæntist hann Jórunni Sigurðardóttur bónda í Litlu- gröf á Langholti, Jónssonar bónda á Páfa- stöðum, Magnússonar bónda þar, Jónsson- ar, og konu hans Guðlaugar Eiríksdóttur bónda á Skuggabjörgum í Deildardal o. v., Pálssonar skáld í Pyttagerði o. v., Þorsteins- sonar. Þau Snorri og jórunn reistu bú í Stórugröf 1908 og bjuggu þar hartnær 40 ár óslitið, allt til 1947. Brugðu þá búi og dvöldust eftir það með börnum sínum og Snorri á sjúkrahúsi nokkur síðustu árin, en hafði þó lengstum ferlivist. Snorri bjó ávallt góðu búi, enda áhugamaður og dugnaður og at- kvæða heyskaparmaður. Hann missti konu sína 1960. Börn þeirra hjóna eru þrjú, þau er til aldurs komust: Sigurður, bóndi og málari í Stórugröf, kvæntur Þorbjörgu Þorbjarnardóttur frá Geitaskarði, Guðrún, húsfr. á Sauðárkr., gift Pálma Sigurðssyni, mjólkuriðn- aðarm. og Sigrún, húsfr. á Sauðárkr., gift Evert Þorkelssyni, kaup- manni. Snorri í Stórugröf var meðalmaður á velli, frekar grannvaxinn, holdskarpur, augun fögur undir loðnum brúnum, svipfarið hvort tveggja í senn, skerpulegt og íhugult. Hann var greindur vel, sem hann og átti kyn til, prúður í háttum, vinsæll maður og vel látinn. Hann hafði á hendi nokkur trúnaðarstörf fyrir sveit sína og naut al- menns trausts, enda í hvívetna hinn mesti sæmdarmaður. Jóhanna Bergsdóttir, verkak, á Sauðárkr., lézt þ. 7. júlí 1967. Hún var fædd að Skálafelli í Suðursveit 12. okt. 1883, dóttir Bergs bónda á Skálafelli Hallssonar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Stóðu að henni merkir ættstofnar skaftfellskir á báða bóga, annars vegar ætt Jóns sýslumanns Helgasonar á Hoffelli í Nesjum og hins vegar ættleggur síra Bergs prófasts í Bjarnanesi Guðmundssonar. Var Jóhanna fjórmenningur við Þorleif alþingism. í Hólum í Hornafirði. Ung missti Jóhanna föðnr sinn. Fór hún þá með móður sinni að Snorri Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.