Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 13

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 13
GLÓÐAFEYKIR 13 Áburður og fóðuruörur. Heildarsala K.S. á fóðurvörum var 3.290 tonn, þegar allar teg- undir fóðurs eru teknar með. Langsamlega mest var selt af A-, B- og KS-blöndu, eða 2.937 tonn. Sala á áburði varð alls 3.554 tonn, og hafði magn hans lækkað um 93 tn., miðað við fyrra ár. Sjávarafli. Á s. 1. ári barst meiri fiskafli á land í Skagafirði en nokkru sinni áður. Þeir 3 togarar, sem hingað hafa verið keyptir, lönduðu hér tæpum 4.000 tonnum, en heildaraflinn, sem barst á land á Sauðár- króki og Hofsósi nam alls 4.342 tonnum, auk 759 tunna af grásleppu- hrognum. Talið er að heildarverðmæti aflans upp úr sjó hafi numið 85—90 millj. króna, en heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða, sem framleiddar voru hér í Skagafirði, hafi á árinu numið 190—200 millj. króna. Staða kaupfélagsins út á við. Þrátt fyrir þær umfangsmiklu fjárfestingar, er ég hef áður gert grein fyrir, þá má telja, þegar allar ytri aðstæður eru skoðaðar, að hagur félagsins út á við sé framar öllum vonum. Við höfum fengið loforð fyTÍr eðlilegri lánveitingu út á sláturhúsið, er nema átti 50% af kostnaði hússins með búnaði. Sláturhúsið var metið um s. 1. ára- mót á 130 millj. króna, og hefði því átt að vera búið að veita alls um 65 millj. í lán vegna þess. Því miður höfum við orðið fyrir algerri afgreiðslutregðu með þessa fyrirgreiðslu, og höfum nú aðeins fengið lán frá Stofnlánadeild Búnaðarb. að fjárhæð 6 millj. kr., og var það lán veitt í janúar 1973. Að auki hefur Framleiðnisjóður landbún- aðarins lánað 9,5 millj. kr., en óafturkræft framlag, er við eigum að fá úr þeim sjóði, mun vart verða afgreitt fyrr en í fyrsta lagi 1975— 1976, og á að nema um 33% af kostnaðarverði hússins með búnaði; þó verður ekki veittur styrkur út á stækkun frystiklefa. Það er. naumast vansalaust, hvernig með okkur hefur verið farið varðandi fyrirgreiðslu lána, og mundi hafa stórskaðað félagið út á við, hefði það ekki sjálft verið það fjárhagslega sterkt, að eigi hefur brotnað á því enn. Ég vil þó geta þess, að þegar ákveðið var að kaupa vélar og tæki fyrir Mjólkursamlagið og endurbæta húsnæði þess, en þar er um að ræða ijárfestingu, sem nema muni alls um 50—60 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.