Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 65

Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 65
GLÓÐAFEYKIR 65 gegna hversu vel þau komust af. Attu þar bæði ómældan hlut. Páll var hygginn maður og mikill þrifnaðarbóndi, hafði gagnsamt bú, þótt eigi væri stórt, og fór afbragðsvel með allar skepnur. Guðrún skörungur og afburða dugleg. Samvalin voru þau hjón um gest- risni og greiðasemi og oft um efni fram. Páll var mannblendinn og viðræðuglaður, hafði yndi af að skipta skoðunum við aðra menn. Börn þeirra hjóna eru 7: Sigurður, húsasmiður, Ragnhildur, hús- fr., Skarphéð'mn, bifreiðarstj., Reynir, húsasm., öll í Reykjavík, Hólmfríður, húsfr. á Sauðárkr., Gestur, húsasm. og Hólmar, verkstj., báðir í Reykjavík. Páll Sigurðsson var mikill maður á vöxt og myndarlegur, hvar sem á var litið, beinn í baki og bar sig vel til hárrar elli, íþróttamað- ur á yngri árum, glímumaður góður. Eigi var hann sérstakur at- hafnamaður í búnaði, enda naumast hægt um vik, — fátækur leigu- liði á faraldsfæti í tvo áratugi og meir en sextugur maður, er hann settist á eigin jörð. En hirðusemi, þrifnaður og frábær snyrtimennska var honum í blóð borin. Páll í Keldudal var greindur maður, áhugasamur um almenn mál, lét oft til sín taka á mannfundum, sem hann sótti flestum betur. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og hélt vel á máli sínu við hvern sem var. Hann var mikill samvinnumaður og félagshyggju, drengur hinn bezti og skipaði sér jafnan þar í sveit, sem betur gegndi. Hann var gleðimaður og söngmaður, félagi í karlakórum. Páll var trú- maður, en frjálsyndur í trúarefnum sem öðrum, bar hlýjan hug til kirkju sinnar, var safnaðarfulltrúi mörg ár. Hann var vinsæll mað- ur og bar í hvívetna hreinan skjöld. Vigfús Helgason, kennari á Hólum í Hjaltadal, lézt þ. 31. júlí 1967. Hann var fæddur á Hóli í Hörðudal 12. des. 1893, sonur Helga bónda þar oghreppstj., síðar á Ketilsstöðum í Hörðudal, Guðmunds- sonar, og konu hans Ásu Kristjánsdóttur. Vigfús fluttist í bernsku með foreldrum sínum að Ketilsstöðum og ólst þar upp. Fór til Noregs 1916 og stundaði nám við lýðháskól- ann á Kleppi á Jaðri, síðan við búnaðarskólann á Stend og lauk þaðan búfræðiprófi. Var við verklegt búnaðarnám í Sandvík í Harð- angri og síðan framhaldsnám við landbúnaðarháskólann í Asi. Hvarf þá til Kaupmannahafnar og lauk kandídatsprófi við landbún- aðarháskólann þar árið 1920. Sótti fyrirlestra í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands veturinn 1921—1922. Vigfús fór síðan hvað eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.