Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 70

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 70
70 GLÓÐAFEYKIR 43. Barn að aldri fluttist Halldór með foreldrum sínum frá Bjarna- stöðum að Halldórsstöðum á Lano'holti. Þar dó faðir hans árið O 1902 frá 10 börnum og heimilið sundraðist. Var Halldór þá svo lán- samur að komast til valinkunnra hjóna í næsta nágrenni, þeirra Árna hreppstjóra Jónssonar og Sigurlínu Magnúsdóttur á Marbæli; hjá þeim var hann til fullorðins- ára. Árið 1915 gekk Halldór að eiga Karólinu Konráðsdóttur, bónda í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð, Bjarnasonar, og konu hans Rósu Magnúsdóttur. Voru þau Halldór bræðrabörn og einnig systrabörn, því að mæður þeirra, Aðalbjörg og Rósa, voru al- systur. Var Karólína uppeldisdóttir þeirra Marbælishjóna, mikil myndarkona. Árið 1919 reistu þau Halldór bú í Brekkukoti og bjuggu þar til 1923, er þau fluttu að Borgarseli, húsmennskubýli á Borgarskógum. Þaðan fóru þau byggðum til Sauðárkróks árið 1925 og áttu þar heima æ síð- an. Halldór fékkst þar við ýmis störf, vann og mörg sumur að vega- °erð. Hann var ágætlega hagvirkur og stundaði trésmíðar, einkum hin síðari árin, og fór vel úr hendi. Halldór missti konu sína árið 1941. Þau eignuðust 4 börn og komust 3 upp: Sigurlina, húsfr. á Sauðárkr., látin, Árni, kaupm. í Hafnarfirði og Lúðvík, skólastj. í Stykkishólmi. Halldór Stefánsson var í hærra lagi á vöxt, vel á sig korninn, mynd- arlegur ásýndum. Hann var greindur í betra lagi, bókheigður, al- vörumaður, hlédrægur, fáskiptinn og dulur, seintekinn nokkuð, en notalegur og hlýr við nánari kynni. Hann unni sönglist, svo sem ætt- menn hans margir; er þar fremstur og frægastur Stefán Islandi, systursonur hans. Halldór var sagður óvenju jafnlyndur maður, greiðvikinn, barngóður með afbrigðum. Hann var vammlaus mað- ur og vel gerður um marga hluti. Halldór Stefánsson Guðmundur Andrésson, bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykja- strönd, varð bráðkvaddur þ. 21. des. 1967. Hann var Strandamaður að ætterni og uppeldi, fæddur að Kol- beinsá í Bæjarhr. 23. des. 1896. Foreldrar: Andrés Magnússon, bónda Bjarnasonar í Skálholtsvík, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.