Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 11
Skírnir
Minning Sveins Bjömssonar, forseta Islands
7
öðru verða árangurinn af stefnu þeirri, er ræðumaðurinn var
að skýra þeim frá og þá átti einkum fylgi manna, sem voru
yngri en svo, að þeir ættu kosningarrétt til Alþingis.
Björn Jónsson, faðir Sveins Björnssonar, var áhrifamesti
og mikilhæfasti blaðamaður landsins um sína daga. Blað
hans, Isafold, var stórveldi í landinu. Ýmsir munu hafa bú-
izt við því, að Sveinn, sonur hans, myndi taka við ritstjórn-
inni af föður sínum. Hann lagði að vísu stund á lögfræði-
nám, en það gat orðið honum góður undirbúningur undir
blaðamennskuna. Þeir, sem kynni höfðu af honum, hugðu
gott til þess, að hann yrði ritstjóri. En það fór á annan veg.
Að loknu embættisprófi gerðist hann lögmaður hér í Beykja-
vík. Málfærsla var síðan aðalstarf hans fram til ársins 1920,
og var hann jafnan talinn meðal þeirra lögmanna, er mests
álits nutu. Þegar hæstiréttur var stofnaður, var hann annar
þeirra lögmanna, er fyrstir fluttu þar mál munnlega og fyrst-
ir luku prófi málflytjenda.
Þótt lögmannsstörf hans væru jafnan umfangsmikil, þá
fullnægðu þau þó aldrei starfsþrá hans, og hann lét ýmiss
konar mál önnur til sín taka á þessum árum. Þau störf hans
skulu eigi rakin hér, en aðeins vikið að nokkrum þeirra.
Á fyrstu áratugum þessarar aldar vorum vér Islendingar
ekki aðeins háðir annarri þjóð í stjórnarmálefnum, heldur
áttum vér þá enn margt að sækja til annarra, sem vér nú
erum sjálfbjarga um að öllu eða miklu leyti. Voru þau við-
skipti oft og einatt lítið hagstæð fyrir oss. Sjálfstæðishugsjón-
in miðaði ekki að því einu að gera landið pólitískt óháð, held-
ur og að afla þjóðinni meira sjálfstæðis og sjálfsforræðis í
mörgum öðrum efnum. Á þeim tímum voru skipagöngur
milli Islands og annarra landa algerlega í höndum útlend-
inga, og þjóðin galt hinum útlendu útgerðarmönnum árlega
of fjár í farmgjöld og fargjöld. Stofnun Eimskipafélags Islands
var fyrsta viðleitnin til að ná þeirri starfsemi í íslenzkar
hendur. Allir vita, hve vel það hefur tekizt. Þá voru og eng-
ar innlendar vátryggingar til, er nokkru næmu, og það voru
ekki litlar fjárhæðir, sem runnu út úr landinu í iðgjalda-
greiðslur til hinna erlendu vátryggjenda. Á því varð fyrst