Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 42
38
Roger McHugh
Skírnir
verður þeirra vísari af söngleikurunum og er reiðubúin að
mæta þeim tigulega og sem hetja, svo að eigi falli blettur á
sögu hennar. Athugum orð hennar, er hún fær söngleikurum
armband sitt í skiptum fyrir hnífinn, sem hún ætlar að ráða
sér bana með:
Deirdre: Konur, ef ég dey,
ef Naoise deyr í nótt, hvemig ætlið þið að lofa?
Hver orð hafa tun? Því að það kemur í ykkar hlut;
og við erum ekki fyrr dáin en við höfum eignazt marga vini.
Á öllum ykkar ferðum munu dyr konunga
standa enn betur opnar og nýjum mó verða hrúgað
á arin fátæka mannsins, sökum þess að þið berið þetta
til þess að sýna, að þið farið rétt með söguna hennar Deirdre.
Sjáum vér hér trú W. B. Yeats á hetjudáð og mátt skáld-
skaparins til að syngja ódauðlegt lof; og það er fyrir þessa dáð
og þennan ódauðleika, sem Deirdre hans fórnar lífi sínu.
Það er athyglisvert, að ungfrú Hoare í Cambridge hefur í
rannsókn, þar sem hún ber þá saman, Morris og Yeats,
hvernig Morris vinnur úr Islendinga sögum og Yeats úr hin-
um írsku, ásakað Yeats fyrir að vefa skáldskap í hina sterku
og einföldu gerð Deirdre-sögunnar. En W. B. Yeats studdist
ekki við gömlu þróttmiklu gerðina, heldur hina rómantísku
gerð Lady Gregory; og þvi fer svo fjarri, að hann hafi ofið
í hana, því að þarna hefur hann sorfið og fágað þaulunna
sögu og gert úr henni leikrit, sem reyndist, líkt og leikrit
Bussells, standa nær eldri gerðinni að gæðum og mun betra
listaverk.
Málið hefur á sér einhvem blæ frá tímum Elísabetar. En
sagan í heild er sögð í fáum, en hnitmiðuðum orðum og með
klassískri tign, sem sprottin var af hinum fyrirmannlegu til-
finningum, sem W. B. Yeats har alla ævi til listar sinnar.
Mjög kveður við annan tón og stíl í leikriti Synges, sem
samið var 1908—09, en fyrst birt eftir dauða hans 1909. Er
þar haldið þriggja þátta skiptingu Bussells. Sem heimild notaði
Synge að nokkru leyti hina rómantísku gerð Lady Gregory,
en ég hygg, að hann muni hafa lesið aðrar gerðir sögunnar.
Hann leiðir t. d. fram persónu að nafni Owen, harðjaxl, ekki