Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 37
Skímir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
33
Nú voru þau komin að stóru bjargi, og sló Deirdre höfðinu við það,
braut á sér höfuðið og dó. Og þetta er nú sagan af útlegð Usnasona, út-
legð Fergusar og dauða Deirdre."
Er þetta elzta og einfaldasta gerð Deirdre-sögunnar. Hún
er fábrotin, sterk, samtölin raunsæ; laus við íburðarmikið
skrúð og ekki fullunnið úr persónulýsingum og efni.
Starf fræðimanna og fornfræðinga á 19. öld leiddi margar
aðrar gerðir í ljós. Yoru þar á meðal gerð Gulu bókarinnar
frá Lecan, sem rituð var um 1400 í Lecan í Sligo-héraði; gerð
Geoffreys Keatings, annálahöfundar og sagnaritara frá tímum
Elísabetar; gerðir ritaðar á 17. og 19. öld, en þeim öllum nú
snúið í fyrsta sinn á ensku; og fjöldagerðir arfsagna, skráðar
á 19. öld eftir gömlum gelisku-mælandi mönnum á frlandi og
Skotlandi, sem numið höfðu þær af forfeðrum sínum.
Af öllmn þessum gerðum er ein frægust, frá 14. eða 15. öld,
og kunn fræðimönnum á öndverðri 19. öld sem rómantíska
gerðin. Er gerð þessi samin til framsagnar á næmri og hljóm-
fagurri írsku. Er þar farið mjög frjálslega með eldri söguna;
persónulýsingar dýpkaðar, aukið á þunga áhrifamikilla at-
burða og eftirvæntingin þanin. Fáein dæmi eru nauðsynleg.
Þegar Conor, í eldri sögunni, ræður af að kveðja Usnasyni
heim úr útlegðinni, svara þeir boði hans með því að æskja
gísla, sem síðan eru sendir. f þessari gerð minnir Conor aftur
á móti, er hann hefur ráðið að kveðja þá heim, Ulaztírsmenn
á það, að Naoise er undir þeim álögum að hverfa einungis
aftur með einum þriggja manna, en þeir eru: Conall Cearnach
(er fyrir kom í sögunni af svíninu hans MacDathos), Fergus
eða Cuchulain, allt ráðnir og reyndir kappar. Conor kallar
nú Conall til hliðar og spyr hann, hvað hann mundi gera, ef
hann sendi hann sem gísl, en ryfi síðan griðasáttmála sinn
og ynni Usnasonum mein. Conall svarar: „Hverjum þeim
Úlaztírsmanni, er ég næði á mitt vald og þeim hefði unnið
mein, skyldi ég stytta aldur og baka dauðasorg.“ Conor lætur
Conall fara í burtu, spyr Cuchulain hinnar sömu spurningar
og fær sama svar. Að lokum er kallað á Fergus, og svarar
hann, að hann mundi drepa hvern þann Ulaztírsmann, er
jrrði sonunum þremur að skaða, nema Conor sjálfan. Sendir
3