Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 62
58
Jón Gíslason
Skímir
Persónur samtalsins:
Sókrates, sem segir frá samtalinu.
Glákon Þrasýmakkos
Adeimantos Kefalos
Polemarkos Kleitofon
Auk þeirra, er nú voru taldir, hlýða nokkrir aðrir á sam-
talið, en taka ekki þátt í því. Samtalið fer fram í húsi Kefalos-
ar í Píreus. Segir Sókrates þeim Tímaiosi, Hermokratesi,
Kritíasi og einum ónefndum frá öllu samtalinu daginn eftir,
að það fór fram. Með því að nota þetta form tókst Platoni
að tvinna saman kosti frásagnar og leikrænnar listar.
Ég gekk í gær með Glákoni Aristonssyni til Píreuss, bæði til
að flytja gyðjunni1) bænir mínar og einnig til að horfa á
hátíðarhöldin, sem nú fara fram í fyrsta sinn henni til heið-
urs. Skrúðfylking innlendra manna virtist glæsileg, en ekki
var síðri sú, er Þrakverjar höfðu gert úr garði.
Þá er vér höfðum flutt bænir vorar og virt fyrir oss hátíð-
ina, snerum vér heimleiðis til borgarinnar. En rétt í því bar
svo til, að Polemarkos Kefalosson kom auga á oss álengdar.
Bauð hann sveini sínum að hlaupa og segja oss að híða sín.
Sveinninn tók aftan í skikkju mína og mælti: „Polemarkos
hiður yður að bíða.“
Ég sneri mér við og spurði, hvar hann væri. „Hann er að
koma þarna á eftir yður,“ sagði hann, „bíðið!“ „Jæja, við
skulum bíða,“ sagði Glákon. Og ekki leið á löngu, unz þeir
komu, Polemarkos og Adeimantos, hróðir Glákons, Níkeratos
Nikíasson og nokkrir aðrir, sem verið höfðu viðstaddir hátíðar-
höldin.
Polemarkos sagði við mig: „Þið virðizt vera á heimleið til
borgarinnar, Sókrates." „Þú átt kollgátuna,“ svaraði ég. „Þú
sérð sjálfsagt, að við erum betur menntir,“ sagði hann. „Vissu-
lega.“ „Treystir þú þér í þá alla þessa? Ef svo er ekki, þá ferð
þú hvergi!“ „Er ekki enn einn kostur til, að við fáum sann-
1) Átt er við Bendis, hina þrakversku Artemis.