Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 239
Skírnir
Ritfregnir
233
Merking hljóðgervingsróta með r er mjög svipuð. Fjölmörg dæmi um
rætur af fyrr greindum gerðum eru tekin úr indógermönsku, hebresku
og kínversku (fornkínversku).
Þau l og r, sem ekki eru að uppruna náttúruhljóð, eru látæðishljóð.
Ræðir höf. um látæðisrætur með l og r af sömu gerðum og hljóðgervings-
ræturnar. Látæðis-1 táknar almennt, að dómi höf., boghreyfingu. Það
myndast á þann hátt, að tungubroddur hreyfist i áttina að mjúka gómnum
og er dreginn aftur. Merkingar látæðisróta með 1 kveður höf. vera þessar:
I. Slakur, máttlaus, þreyttur, latur.
II. Renna.
III. Kringlóttur, hvelfdur, boginn o. s. frv.
IV. Að hreyfa (hægt), risa yfir, vaxa o. s. frv.
V. Skera.
Látæðis-r kveður höf. myndað á svipaðan hátt og látæðis-1 eða með hreyf-
ingu tungubrodds að mjúka góm. Merkingar látæðisróta með r eru einnig
svipaðar og hinna með l. Þó eru merkingarflokkar færri (aðeins þrír).
Sömu mál eru hér leidd til vitnis og áður.
1 þessari ritgerð er einnig fjallað um sömu hljóð í súmerisku, pólynes-
ísku og tyrknesku, auk þess sem rakin eru nöfn ýmissa likamshluta í
grænlenzku.
Af þessu stutta yfirliti um efni bókar ætti að vera Ijóst, að höf. ræðir
hér erfiðasta viðfangsefni málvísindanna. Hann talar hér eins og sá, er
valdið hefur, fullviss þess, að hann hoði nýjan sannleik. Af þrotlausri
elju hefur höf. sökkt sér niður í verkefni sitt, að ráða hina erfiðu gátu
um uppruna mannlegs máls. Dr. Alexander er nú einhver öflugasti forvígis-
maður látæðiskenningarinnar, en hann er ekki hirm eini, því að aðrir
víðfrægir vísindamenn hallast á sömu sveif.
Látæðiskenningin er merkileg tilraun til lausnar á deilunni um uppruna
málsins. En þó fer ekki hjá því, að ýmsir eru ósammála höf. hæði um
réttmæti kenningarinnar og þær aðferðir, er hann beitir til þess að sanna
hana. Flestar orðmyndir, sem höfundur styðst við, eru endurgerðar rætur,
og merlúngarnar eru einnig endurgerðar. Auðvitað verður að styðjast við
þær orðmyndir og þær merkingar, sem næst standa frummálinu, ef skýra
á málið og uppruna þess frá þessu sjónarmiði. Segja má, að aðferðir til
þess að endurgera orð og orðmyndir séu til þess að gera öruggar, að
minnsta kosti í indógermönskum málum. Um endurgerðar merkingar eru
skoðanir hins vegar fremur skiptar. Þá eru fræðimenn einnig mjög ósam-
mála um aldur málsins, en það er veigamikið atriði í þessari deilu. Það
má því búast við, að kenningar dr. Alexanders muni enn um skeið eiga
bæði stuðningsmenn og andstæðinga, hver sem örlög þeirra kunna siðar
að verða. En allir, sem áhuga hafa á málvisindum, munu kynna sér það,
sem dr. Alexander hefur til málanna að leggja, og lesa með athygli rit-
verk hans um þessi efni.
Halldór Halldónson.