Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 75
Skímir
Ríki Platons
71
„Ég hygg þau séu komin frá Períander eða Perdikkas eða
Xerxes eða Ísmenías hinum þebverska eða einhverjum öðr-
um auðugum og voldugum manni, sem litið hefur stórt á
vald sjálfs sín.“
„Hárrétt,“ sagði hann.
„Gott og vel!“ sagði ég. „Okkur er þá orðið ljóst, að þetta
var röng skilgreining á réttlætinu. Gætum við fundið aðra
skilgr einingu ? “
Á meðan við ræddumst við, hafði Þrasýmakkos hvað eftir
annað reynt að grípa fram í. En þeir, sem hjá honum sátu,
héldu aftur af honum, af því að þeir vildu hlusta á röksemda-
færsluna til enda. Nú, er við Polemarkos vorum búnir, og
ég hafði spurt síðustu spurningarinnar, gat hann ekki haldið
sér í skefjum lengur. Var hann sem villidýr, sem býr sig til
að stökkva á bráð sína, og geystist nú fram á móti okkur, eins
og hann ætlaði að tæta okkur í sundur. Urðum við Pole-
markos næsta skelkaðir.
Hann öskraði upp fram í miðjan hópinn: „Hvaða bölvuð
heimska er hlaupin í ykkur alla, Sókrates? Og hvi eruð þið
einfeldningarnir að lyppast niður og vægja hvor fyrir öðrum?
Ef þú vilt í raun og sannleika fá að vita, hvað réttlæti er,
þá ættir þú ekki aðeins að spyrja spurninga og þykjast maður
að meiri að hrekja þau svör, sem menn veita þér. Auðvitað
hefur þér orðið ljóst, að auðveldara er að spyrja spurninga en
svara þeim. En nú skalt þú sjálfur svara og segja, hvað þú
telrn- réttlætið vera í eðli sínu. Ég læt mér ekki lynda, að þú
segir, að réttlætið sé skylda, ávinningur, ábati, gróði, hags-
bót. Svona þvaður tek ég ekki gilt. Þú verður að gefa skýr
svör og nákvæm.“
Mér skaut skelk í bringu við þessi orð, og leit ég óttasleg-
inn á hann. Já, ef ég hefði ekki orðið fyrri til að líta á hann
en hann á mig, held ég, að mér hefði orðið orðfall. En ég
varð fyrri til að líta á hann, þegar er ofsinn byrjaði að ná
tökum á honum, svo að þess vegna gat ég svarað, þó að
beygur væri í mér:
„Þrasýmakkos, vertu ekki vondur við okkur. Ef ég og vinur
minn höfum gert einhverjar skyssur í rannsókn þessa máls,