Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 114
110
Jóhann Sveinsson
Skírnir
hlutanum, sem laðar mann að sér,1) og spakmælið í síðara
hlutanum.
Þá hefur þessi vísa ekki síður verið húsgangur:
Golíat var geysihár
og gildur eftir vonum.
Davíð var að vexti smár;
vann hann þó á honum.
Eigi að síður er bagan úr vísnaflokki og er eftir sr. Hannes
Arnórsson, síðast prest að Stað í Grunnavík (um 1800—
1851), og er til í eiginhandarriti.2) Kallar hann flokkinn:
„Lýsing yfir sjálfan sig“. Er það, eins og nafnið ber með sér,
sjálfslýsing höfundar. Ekki er bragurinn beinlínis illa ortur
að þeirrar tíðar hætti, en engin vísa í homnn er þó verulega
lífvænleg nema þessi. Samanburðurinn á Davíð og Golíat
setur skáldið fram, þar sem það talar rnn líkamlega smæð
sína, til að sýna, að ekki sé allt undir stærðinni komið, en
sr. Hannes var manna minnstur vexti. Yísan er alþýðleg og
alls óþvinguð og sem mælt af munni fram. Og í samlíking-
unni, andstæðunni í þessum tveimur mönnum, felast viss
lífssannindi. Síra Bjarni Þorsteinsson birti vísuna (Islenzk
þjóðlög, Kh. 1906—1909, bls. 839) og kallar hana „gamla
lausavísu“, svo að föðurlaus hefur hún verið orðin þá, fyrst
sá fróði maður kunni engin skil á faðerni hennar.
Fjórða og síðasta vísan af þessu tagi, sem ég vil nefna, er
hinn nafnlausi húsgangur og barnagæla:
Lömbin hoppa hétt með skopp,
hugar sloppin meinum,
bera snoppu að blómsturtopp,
blöðin kroppa af greinum.
Hún er eftir Sigurð Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum
(1795—1869) og er í ljóðabréfi til Elínar, systur hans, í
1) Sbr. stefið í málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar (Thesaurus ada-
giorum, útg. af Kallstenius, Lundi 1930, 163. bls.; líka prentað i Fagrar
heyrði eg raddirnar, 30. bls.) og þjóðsagnavisuna „Margt býr í þokunni",
JÁ I, 464.
2) Lbs. 2391, 8vo. Þetta er dálitið kver og nefnist: „Fáein kvæði og
smávísur, ort af H. Arnórssyni", — allt ritað af honum sjálfum.