Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 85
Skirnir
Tímatal Gerlands
81
Dionysiusar. Þetta hefði hinn gagnorði Ari ekki þurft að taka
fram, nema hann hefði vitað af öðru tímatali, sem var miðað
við annað burðarár Krists. Beckman hugði, að hann hefði
þekkt tímatal Marianusar Scotusar,1) og getur það auðvitað
verið rétt, þótt það tímatal hafi aldrei verið notað hér á landi,
svo að vitað sé, nema ef til vill í hinni glötuðu „Brjáns sögu“
löngu eftir daga Ara.2) En vera má einnig, að Ari hafi þekkt
tímatal Gerlands, og er það öllu sennilegra. Ekkert er því til
fyrirstöðu, að tímatal Gerlands hafi verið orðið kunnugt hér
á landi, þegar Ari ritaði íslendingabók einhvern tíma á ár-
unum 1122—1133. Það hefur hlotið að vera kennt í einhverj-
um skóla, og er aðeins um tvo skóla að ræða svo snemma,
í Odda og á Hólmn, með því að skólarnir í Skálholti og Hauka-
dal munu hafa fylgt tali Dionysiusar um þær mundir. Er
því rétt að athuga, hvort nokkrar líkur séu til, að tímatal
Gerlands hafi verið kennt í öðrum hvorum þessum skóla.
Sæmundur prestur hinn fróði í Odda (d. 1133) stundaði
nám í Frakklandi. Þar nam hann m. a. stjörnuíþrótt (astro-
logiam). Sjálfsagt hefur hann einnig numið rímfræði, enda
eru rök til, að hann hafi ritað eitthvað í þeirri grein. 1 Bími
II segir: „I upphafi heims sagði Sæmundr prestr, at sól ný-
sköpuð rynni upp í austri miðju, en tungl fullt á aftni.“3) Sú
sögn getur varla verið úr öðru riti en rímtali, er Sæmundur
hefur kennt í skóla sínum í Odda. Sökum lærdóms síns var
hann manna færastur til að bæta úr þeim skorti, sem verið
hefur á íslenzkum rímtölum í bernsku íslenzkrar kristni. Sæ-
mundur kom úr skóla einhvern tíma á árunum 1076—1083.
Er því mjög hæpið, að hann hafi kynnzt tímatali Gerlands
erlendis, nema Gerlandus hafi verið meistari hans, en það
er fremur ólíklegt, ef Sæmundur hefur stundað nám í París,
eins og Oddaverjaannáll hermir. Verða því ekki færð nein
sérstök rök fyrir því, að tímatal Gerlands hafi verið kennt
í Odda.
1) Alfr. ísl. II, xxviii, cxxii.
2) Isl. fomrit XI, cvii.
3) Alfr. isl. II, 91.
0