Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 106
102
Jóhann Sveinsson
Skírnir
1 ljóðabók sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá (Kh. 1842—
1843), II, 519, segir, að sr. Jón sé höfundur hinnar alkunnu
visu: „Ég fer á allt, sem fyrir mér verður“ o. s. frv., og eru
færð tildrög að. Ekki getur þó vísan verið eftir sr. Jón Þor-
láksson, því að hún er í flestum handritum að Grobbíans
rímum og Gribbu (í annarri rimu, en erindatala er mjög
óvís, því að í þeim hdrr., sem ég hef séð, eru vísur ekki
ávallt í sömu röð, og sum hdrr. hafa vísur, sem önnur hafa
ekki) í mjög líkum gerðum og prentaða vísan. Fyrstu fjórar
rímurnar hafa ávallt verið taldar sr. Jóni Magnússyni í Lauf-
ási (1601—1675). Vel mætti ætla, að sr. Jón Þorláksson hafi
kunnað vísuna og haft hana yfir við það tækifæri, sem ljóða-
bók hans greinir, og viðstaddir hafi haldið hana frumorta.
Vísa sú, er hér fer á eftir, hefur verið kunn víða um land,
einkum hefur hún verið húsgangur í Vestfirðingafjórðungi:
Datt eg ofan í djúpa lind;
dauðinn var J>á sýndur mér.
Lét mig sú hin ljóta kind
liggja milli brjósta sér.
Vísa þessi er úr rímum af Flóres (svarta) og sonum hans
(X, 22). Skýrir vísan frá því, að margýgur nokkur syndir
með drenginn Ajax, en í næstu vísum á undan segir frá
því, að margýgurin braut í spón skipið, sem Ajax, bræð-
ur hans tveir og móðir höfðu verið á, eftir að hún hafði
svæft alla skipverja með söng sínum. Fórust allir af skip-
inu nema bræðurnir, sem burgust á ævintýralegan hátt.1)
Rímurnar hafa ekki verið feðraðar, en skáldið bindur nafn
sitt í lok rímnanna og segist heita Jón. Rímumar geta verið
frá 18. eða 17. öld. Er það lausleg ágizkun mín, að höf-
undurinn kunni að vera Jón Guðmundsson í Rauðseyjum
(á 17. öld). Með handriti af rímunum (JS. 381—388, 4to)
er laust blað með hendi Jóns Sigurðssonar, sem á er ritað:
„Rímurnar eru liklega ortar á 17. öld.“ En hvað sem höf.
líður, eru rímurnar gamlar og vísan því orðin við aldtn-. Ekki
er sýnilegt, hvað valdið hefur því, að vísan varð svo mjög
1) Sbr. Flóres sögu og sona hans, útg. Á. Lagerholms, bls. 164—165
[Altnordische Saga-Bibliothek, Heft 17].