Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 54
50
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
ein aðalhugsjón Laxness að kollvarpa þjóðskipulaginu og
koma hér á kommúnistísku stjórnarfari að rússneskri fyrir-
mynd? Og þó að hann kunni ef til vill að setja saman sögur,
hvað er það hjá þessum voða? Er hann ekki einmitt þeim
mun háskasamlegri sem hann hefur meiri getuna?
Sízt vil ég vanmeta þau áhrif, sem sérhver stjórnskipun
hlýtur að hafa á framgang og farsæld mannanna. Og það
væri bæði heimskulegt og óheiðarlegt að ætla sér að gera lítið
úr sannfæringarkrafti Kiljans í trú hans á hið nýja þjóð-
félag eða úr þeim berserksgangi, sem yfir hann getur komið
á vígvöllum stjórnmálabaráttunnar. En það er jafn heimsku-
legt og óheiðarlegt að meta list eftir pólitík. Við, sem mynd-
um ekki vilja styðja sömu ríkisstjórn eða stuðla að sama þjóð-
skipulagi og Laxness, getum auk þess huggað okkur við það,
að ofstækisfyllstu skoðanabræður hans í stjórnarfarsefnum
munu sízt una skáldskap hans betur frá pólitísku sjónarmiði
en hatrömmustu andstæðingarnir. Enda er það mála sannast,
að sögur hans eru ekki mikið framlag til heimsbyltingar-
innar. Stjórnmálamaðurinn og skáldið eru merkilega að-
greindir, þótt þeir eigi auðvitað ýmis samskipti. En þeir eru
hvor um sig of ráðríkir til þess að hlíta herradæmi hins. 1
pólitískum og persónulegum deiluskrifum leysir Laxness af
sér hömlur listarinnar, og skapfuninn getur geisað þar óbeizl-
aður, svo að skeytin missa oft marks fyrir vikið. En þótt
stjórnmálasannfæringin sé rammefld, þá er skáldeðlið svo
miklu ríkara, að þjóðmálatrúin verður jafnan að lúta í lægra
haldi fyrir kröfum listarinnar, gefast upp fyrir mætti þess
skáldlega sköpunarverks. I Sjálfstæðu fólki er sýnt harðbýli
heiðakotanna. En sögugangurinn stefnir ekki að samyrkju-
bústofnun framtíðarríkisins, sagan endar ekki einu sinni á
því, að bóndinn flýi heiðalöndin óbyggilegu, flytjist á mölina
og gangi þar í verkalýðsfélag, heldur lýkur henni þvert á móti
með því, að hann flyzt enn lengra upp í heiðina. Það er eðli
sögupersónunnar, sem ræður sköpun hennar og sköpum, en ekki
skoðanir höfundarins. Undanlátsleysi og óbugandi sjálfræðis-
vilji íslenzka bóndans mega sín meira en nokkur skynsemi,
þrjózka hans og þrautseigja í þúsund ára lífsbaráttu við endi-