Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 74
70
Jón Gíslason
Skímir
„Nei, óhugsandi.“
„En gerir þá hinn réttláti menn rangláta með réttlætinu
eða í stuttu máli sagt: Geta hinir góðu gert menn vonda með
því að iðka sína dyggð?“
„Nei, það er ómögulegt.“
„Ekki er það hitinn, sem kælir, heldur kuldinn?“
„Já.“
„Ekki er það þurrkurinn, sem bleytir, heldur bleytan?“
„Auðvitað."
„Ekki er það þá hinn góði, sem gerir mein, heldur hinn
illi?“
„Það er augljóst.“
„En hinn réttláti er góður?“
„Vissulega.“
„Réttlátur maður vinnur þá ekki neinum mein, hvorki vini
sínum né neinum öðrum, heldur gerir slíkt andstæða hans,
hinn rangláti?“
„Ég hygg, að þú hafir fullkomlega rétt að mæla, Sókrates,“
sagði hann.
„Ef því einhver hefur sagt, að rétt sé að greiða hverjirm sitt,
og hann á við með því, að hinn réttláti greiði óvinum sínum
það, sem hann skuldar þeim, með því að gera þeim mein,
en vinum sínum það, sem þeim ber, með því að gera þeim
gott, þá hefur sá, sem sagði slíkt, ekki verið i sannleika vitur
maður. Orð hans eru ekki sannleikanum samkvæm, því að
okkur er nú orðið ljóst, að engan veginn er rétt að gera nokkr-
um mein.“
„Ég fellst á það,“ sagði Polemarkos.
„Við skulum því berjast gegn hverjum þeim, sem heldur
því fram, að Simonídes, Bías eða Pittakos hafi látið sér slíkt
um munn fara eða nokkur annar hinna spöku og sælu
manna.“
„Ég fyrir mitt leyti,“ sagði hann, „er reiðubúinn að berj-
ast þér við hlið.“
„En veiztu, frá hverjum ég held þessi ummæli séu komin:
að rétt sé að vinna vinum gagn, en óvinum ógagn?“
„Frá hverjtun?“