Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 195
Skirnir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
191
H. C. Andersen átti að fagna vinsældum með háum sem
lágum, en hann undi sér bezt meðal hinna háu. Hann var
vildarvinur konunga, bæði Kristjáns 8. og Friðriks 7., og í
vinfengi við marga ættingja konunganna. Hann var tíður
aufúsugestur á mörgum óðalssetrum. Meðal vina hans voru
H. C. örsted eðlisfræðingur og Bertel Thorvaldsen mynd-
höggvari og margir mestu áhrifamenn í Kaupmannahöfn;
þeirra helztur var Jonas Collin leyndarráð. Það var ekki svo
sem litið væri niður á hann.
Um viðurkenningu af hálfu ráðamanna þjóðarinnar skal
þess getið, að hann fékk skáldalaun þegar árið 1838, fyrst
400 rd. á ári, en 1845 voru þau hækkuð í 600 rd. Árið 1846
varð hann riddari af dannebrog og 1851 prófessor að nafnbót.
En þá er spurningin, hvers vegna H. C. Andersen skipar
Grími Thomsen þennan mikla virðingarsess í „Ævintýri lífs
míns“. Til þess að gera sér grein fyrir því, verða menn að
vita dálítil skil á því, hvernig hann ritar ævisögu sína. Þetta
efni hefur verið rannsakað nákvæmlega af dr. Helge Topsoe-
Jensen, sem hefur fengizt mikið við H. C. Andersen, og er
þeirri rannsókn ekki lokið. Auk „Ævintýris lífs míns“ ritaði
H. C. Andersen tvö ævisagnarit önnur, „Ævibókina“ (Lev-
nedsbogen), sem var ekki prentuð að honum lifandi, en Hans
prófessor Brix gaf út 1926, og „Ævintýri lífs míns án skáld-
skapar“ (Das Márchen meines Lebens ohne Dichtung), sem
kom út i Leipzig 1847 í tveim litlum bindum sem inngangur
ritsafns hans á þýzku (Gesammelte Werke). Danski textinn
er gefinn út af dr. Helge Topsoe-Jcnsen („Mit eget Eventyr
uden Digtning“, 1942). Auk þess komu út, meðan H. C.
Andersen var á lífi, ýmsar ævisögur, einnig erlendis, sem
samdar eru eftir upplýsingum frá honum sjálfum, er höf-
undarnir hagnýttu sér með ýmsu móti. Þessi efniviður gefur
mönnum tækifæri til þess að rekja, í hvaða snið H. C. Ander-
sen færði ævintýri lífs síns smám saman, og þegar H. C.
Andersen er rýndur þannig ofan í kjölinn, lærist mönnum
að lesa frásagnir hans af sjálfum sér með varúð. H. C. Ander-