Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 137
Skírnir Um handrit Njálssögu 133
116/120—140; R4 140,—159. kap.; K1 1—116/120; K2 116/
120—159.
Ættarskrá X-flokksins ætti samkvæmt fyrr sögðu að verða
eitthvað á þessa leið:
*X
*Xl____________K2, R2, R4, 03
_________**2_________ __________**3__________________
y, 8, e, l, S2, Svl, Gal Rl, R3, Kl, Rbl, Bb3, 01 (02)
Um önnur handrit X-flokksins sjá 131.—132. bls.
1 ættarskránni er engin tilraun gerð til að ákveða alla milli-
liði.
Eitt allra merkasta atriði í textasögunni, eftir að frumtext-
inn var fullgerður, eru x^ -leiðréttingarnar, og kem ég að
þeim síðar.
XV.
Ættarskrárnar sýna, að mikill fjöldi textabrigða er síðar
til kominn og marklaus og í stórum dráttum má öðlast
vitneskju um texta hinna týndu handrita *X, *Y og *Z með
hjálp ættarskránna.
Næst er fyrir hendi að ákveða afstöðu þeirra hvers til ann-
ars. Eru þau óháð eftirrit sama handrits? Ef svo er, ræður
meirihlutareglan: séu tvö gegn einu, geyma þau tvö að jafn-
aði frumtextann. Eða eru tvö þeirra skyldari en hin:
S
X C
A B
Ef A og B eru samsaga, er það X-textinn; nú má vera, að X
og C séu samsaga, og er það þá S-textinn. Vera má og, að A
eða B gjaldi samkvæði við texta C, og er það lika frumtextinn.
Enn má vera, að AB = X hafi annan texta en C, og verður
þá að reyna að meta vitnisburði þeirra. Loks má vera, að A,
B og C séu öll sundurþykk, og er þá allt enn óvissara, því að
þá er ekki vitað um X (sbr. hér að framan, 128.—129. bls.).