Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 203
Skirnir
Keltnesk mannanöfn í íslenzkum örnefnum
197
var reist, og gæti verið um afbrigði af Brjámsnafninu að
ræða. Hjá fsafirði eru Brjámsfjall og Brjámsvatn (svo ritað
á herforingjaráðskorti).
Butraldi gæti verið íslenzkun á írsku viðurnefni, Putrall
eða Pudarill. Getið er eins fslendings, sem ber þetta heiti (í
Fóstbr. s.). Nokkur örnefni eru dregin af Butralda-nafninu.
Butraldastáða í Fljótshlíð er fyrst getið í fornbréfi, sem talið
er frá því um 1332.1) í Jarðabók er bærinn kallaður Bútra
eða Butruhalldastader.
í Austur-Landeyjum er kot, sem heitir Butra, og gæti það
verið stytting úr Butraldastaðir. f Jarðabók er getið eyðibýlis,
sem kallað er Butraldi, sennilega stytting úr Butraldastaðir.
Butraldabrekka2) er kennd við Butralda, sem þekktur er
úr Fóstbræðra sögu.2) Þetta nafn virðist koma fyrir í nokkr-
um örnefnum á Austurlandi. Butraldakíll er örnefni í landi
Brekku í Breiðdal, en þar er einnig Butraldi eða Buturhaldi
heiti á sléttu.3) Butraldi er til í Tjarnarlandi í Eiðaþinghá.4)
Hjá Kálfafellsstað í Suðursveit er Butruklettur.5)
Dufan (ír. Duban) var heiti á landnámsmanni, og er
Dufansdalur kenndur við hann. f fornbréfum frá 15. öld er
dalurinn kallaður Dugansdalur, en eldri rithátturinn Dufans-
dalr í Landnámu og Sturlungu er hinn rétti.
Dufgus (ír. Dubgus). Þetta nafn tíðkaðist fram á Sturl-
ungaöld; það er stundum afbakað í Dugfúss. Við mann, sem
heitið hefur þessu nafni, er kenndur Dufgúsdalur (Bjarnar s.
Hítdælak., Eyrb. s.). Afbrigðilegar myndir af þessu örnefni
koma snemma fyrir, og eru þær greindar í bók Linds. Enn
er dalurinn kallaður Dugfossdalur eða Dökkólfsdalur.
Dufþakr (ír. Dubthach). Landnáma getur tveggja manna
á íslandi, er báru þetta heiti, og er við annan kennd Dufþaks-
skor í Vestmannaeyjum, en hinn Dufþaksholt í Rangárvalla-
1) D. I., II, 686. bls.
2) KSlund: Historisk-topografisk Beskrivelse af Island, I, 600. bls.
3) örnefnaskrár; Stefán Einarsson: Breiðdæla, 26.—28. bls.
4) Breiðdæla, 28. bls.
5) Sama st.