Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 167
Skírnir
Áttatáknanir í islenzku nú á dögum
163
fram aS (Hrepp)Hólum, fram á SkeiS, fram í Flóa, niSur
á Bakka, niSur á Stokkseyri; scgja má líka: fram á Bakka,
Stokkseyri, en það er sjaldgæfara. Upp og inn þýða „í átt
til lands“; lítill munur virðist á notkun þeirra, nema hvað
inn kann að vera notað heldur um fjarlægari staði, t. d.
öræfin: upp aS Bergshyl, en inn í Berghylsffall; upp á bæi,
en inn í stekkatún; inn í ása, inn í afrétt eða inn á afrétt.
Af höfuðáttunum er helzt hægt að nota austur um eitt-
hvað í nágrenninu: austur í Eystri-Hrepp (andstætt Ytri-
Hrepp), austur í Rangárvallasýslu, austur á Land ( = Land-
hrepp); austur á Austurland. Vestur er aðeins notað um
héruð til norðvesturs: vestur í BorgarfförS, vestur á FirSi, af
því að út er notað í þeirri merkingu um nærsveitimar og
innsveitis. NorSur er notað um norSur í land, en suSur um
héraðið „sunnan“ Hellisheiðar: suSur í Reykfavík, suSur í
Keflavík. Miklu sjaldnar suSur á Eyrarbakka.
Við þessi dæmi hingað og þangað af landinu verður nú
að sitja. Dæmi þau, sem styðjast við nákvæma þekkingu og
eru þess vegna ýtarleg eins og í lýsingu minni á áttunum í
Breiðdal eða lýsingu Bjarna heitins Sæmundssonar á áttun-
um á SuSurkfálkanum, gefa í skyn, að margt kunni enn
að vera óuppgrafið af fróðleik um þessi efni víðs vegar um
land.
Að endingu skal gert yfirlit um merkingamar.
I. Nokkurn veginn „rétt“ notkun átta:
1. 1 bókstíl, líklega oft í landfræði- og staðfræðibókum
(sbr. sumar Árbækur F.Í.).
2. Á sjó; þar em auk höfuðáttanna líka notaðar „rétt“
milliáttirnar norSaustur, suSaustur, norSvestur, suSvestur og
önnur heiti eins og t. d. austnorSur (vestfirzka).
3. Þegar reynt er að nefna „réttar“ áttir á landi, oft há-
norSur, hásuSur o.s.frv. til áherzlu og aðgreiningar frá hinni
málvenjunni.
4. Víða virðast áttir notaðar í nokkurn veginn réttri merk-
ingu í nágrenni: fyrir austan, norSan kirkfuna. Ókannað er,
hve títt þetta fyrirbæri er.