Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 222
EYÐUFYLLING
Gríski sagnaritariim Heródót, sem lifði á 5. öld og lauk sagnariti sinu
milli 430 og 424, segir í 7. bók sögu sinnar frá samtali Xerxesar Persa-
konungs og Demaratosar Aristonssonar hins spartverska.
Demaratos hafði verið „konungur" í Spörtu, en hrökklaðist úr landi og
leitaði á náðir Dareiosar Persakonungs. Var honum þar vel tekið og dvald-
ist með stórkonunginum, en siðan með Xerxesi, syni hans, eftir að hann
tók við völdum, og fylgdi Demaratos honum í herferð hans til Grikklands.
Þegar stórkonungurinn var kominn til Evrópu yfir Hellusund, hélt hann
hersýningu. Fram hjá honum gengu miklar sveitir af margvíslegum þjóðum,
og segir Heródót, að það hafi verið 1,700,000 manna. Að lokinni hersýn-
ingunni spurði konungur Demaratos, hvort hann byggist við, að Hellenar
mundu freista þess að veita honum viðnám. Þá mælti Demaratos: „Herra!“
segir hann. „Þú biður mig að herma þér satt eitt og ekkert það, er síðan
reynist lygi og hégómi. Er það þá þér að segja, aS Hellas hefur alla tíS verið
fátœkt lartd., en það hefur öSlazt manndóm, sem þaS hefur skapaS sér meS
vitsmunum og löghlýSni, og meS þessum manndómi verst Hellas haeSi
fátœkt og harSstjórn.“ Síðan ræðir Demaratos um landa sína; tekur hann
Spartverja fram yfir aðra og segir, að þó að þeir væru ekki nema þúsund,
mundu þeir berjast við hann. Þetta þykir konungi þó endileysa og bendir
á mannfjölda sinn. Hér til komi það, að Hellenar lúti engum einum kon-
ungi. „Ef einn stjórnaði þeim eins og vorum mönnum, mætti vera, að þeir
reyndust fyrir ótta sakir við konung sinn hugrakkari en þeir eru af náttúr-
unni og svipan ræki þá áfram til að berjast við ofurefli, en þegar þeir
eru frjálsir og óbundnir, munu þeir hvorugt gera.“ Demaratos hafði svar á
reiðum höndum, og sagði hann m. a.: „Þannig eru Spartverjar einnig fullt
eins hraustir og aðrir menn, þegar þeir berjast einn og einn, en þegar þeir
berjast saman, eru þeir öllum mönnum hraustari, því að í frelsi sínu eru
þeir ekki alveg frjálsir: lögin eru drottinn þeirra, og lögin óttast þeir meira
en þegnar þínir óttast þig . .
Þegar ég las þessi orð í fyrsta sinni, komu mér í hug orð Adams af
Brimum í kirkjusögu hans. Talið er, að hann hafi ritað þá bók á árunum
1074'—76. Síðan er talið, að hann hafi skrifað athugagreinir við bókina
(scholia) og muni þær vera frá árunum 1076—81. 1 4. bók ritsins er