Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 179
Skírnir
Vísa í Hávamálum og írsk saga
175
Suibne saltara hans og kastaði honum í vatnið, lagði síðan
hönd á dýrlinginn og tók að draga hann burt. En þá komu
boð frá Congal Claen, konungi í ÍJlaztíri, að Suibne skyldi
koma til liðs við hann til að berjast við Domnal Aedsson,
konung í Tara. Lét Suibne Rónan þá lausan og hélt af stað
með sendimanninum, en dýrlingurinn var eftir raunamædd-
ur. En daginn eftir kom otur úr vatninu og færði honum
saltarann óskemmdan; þá lofaði Rónan guð, en bölvnSi kon-
unginum og óska'Öi, á8 hann skyldi ganga nakinn gegnum
heiminn, eins og hann hafÖi korniÖ nakinn til hans.
Orustan milli Congals og Domnals varð þar, sem heitir
Magh Rátha. (Þá orustu telja annálar hafa gerzt 637.) Þang-
að fór Rónan og reyndi að koma á sættum, en það tókst ekki.
Þá stökkti hann og klerkar hans vígðu vatni á fylkingarnar,
en Suibne tók því illa og skaut spjóti að einum klerkinum,
svo að hann fékk bana af; síðan skaut Suibne í annað sinn
og miðaði nú á Rónan sjálfan, en spjótið brotnaði á bjöllu
dýrlingsins, og skaftið flaug út í loftið. Þá bölvaöi Rónan
Suibne og óskáÖi, aÖ hann skyldi fljúga í lofti og falla fyrir
spjótsskoti eins og klerkurinn.
Nú hófst bardaginn, og æptu báðar fylkingar heróp. Öpið
og vopnagnýrinn ollu því, að Suibne leit upp, og greip hann
þá æði og felmtur, vopnin féllu úr höndum honum, og flýÖi
hann þá úr bardaganum. Hann snerti sjaldnast jörðina, en
flaug sem fugl í lofti og settist á ývið nokkuð frá vígvell-
inum. Frændi hans einn, Aongus hinn digri, sem flýði úr
bardaganum, eftir að Domnal hafði unnið sigur, reyndi að
spekja Suibne og fá hann til að koma með sér, en það tókst
ekki. Suibne hafðist við í skógum og öðrum eyðistöðum, og
fékk hann aldrei vit sitt aftur. Eru miklar frásagnir af ævin-
týrum hans; orti hann í þessari villu sinni mörg kvæði, og
eru sum þeirra með ágætum og lýsa hinni villtu náttúru, þar
sem hann hafðist við, eða hugraunum hans.
Ýmsar eldri heimildir geta þess, að Suibne hafi orðið að
gjalti. Þess getur t. d. sagan af veizlunni í Dún na nGéd
(Fled Dúin na nGéd), og er sá texti talinn 11. aldar smíð
(M. Dillon: The Cycles of the King, Oxf. 1946, 57. bls.).