Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 27
Skírnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
23
írsk, af ættum stórjarðeigenda. Hún kunni írsku vel og safnaði
ekki einungis þjóðsögum, heldur skrifaði hún vinsæla sagna-
þætti eftir úrvalsþýðingum lærðra manna. Seinna varð hún,
fyrir áhrif Yeats, dágóður leikritahöfundur, en bezta verk
hennar er útgáfa í tveimur bindum af írskum sögum, Cuchu-
lain of Muirthemne og Gods and Fighting Men. Urðu bækur
þessar mikilvægar námur rithöfundum þeim, er stóðu að end-
urreisn hinna írsku bókmennta. Hafði Yeats úr hinni fyrri
yrkisefni það, sem ljóðaði á hann alla ævi, yrkisefnið um
Cuchulain, hinn djarfa bardagamann, sem kýs heldur „einn
frægðardag með frum“ en langa ævi. Þessi söguhetja virtist
vera honum tákn skapandi, óttalausrar gleði, tákn hetjuskapar
frammi fyrir ofureflinu, tákn skáldskapar gegn efnishyggju.
Sorgarleikur sá, þegar Cuchulain verður syni sínum að
bana, tók hann fanginn, og fjallar hann um þetta atriði í
leikriti sínu On Baile’s Strand árið, sem Abbeyleikhúsið var
opnað í Dublin, 1904. f leikriti Yeats finnst Cuchulain hann
hálft í hvoru bera kennsl á son sinn, en tryllist af einhverjum
kynngikrafti, minnist hollustueiða sinna við konung og vegur
hinn unga mann. Þegar hann gerir sér síðan grein fyrir verkn-
aði sínum, reiðir hann vitstola sverð sitt að öldum sjávarins,
grípur til vopna gegn hafsjó mótlætisins, og er það atriði, sem
kemur fyrir aftur og aftur í ljóðum Yeats og leikritum. Sex
árum síðar samdi Yeats hetjuskopleik, sem hann kallaði The
Green Helmet og reistur er á írskri sögu, sem sagan af Sir
Gawain and the Green Knight er einnig runnin frá. Kappi
einn hár vexti, Rauði maðurinn, kemur á hverri nóttu til
Úlaztírsmanna og leyfir einum kappa hverju sinni að höggva
af sér hausinn með þeim skilmála, að höfð séu hlutverka-
skipti, þegar Rauði maðurinn kemur aftur að krefjast síns
hluta:
„En er við höfðum sungið eða dansað sem væri hann okkur nákominn,
bauðst hann til að kenna okkur hezta leik, sem nokkurn tíma hefði
til verið.
Og þegar við spurðum, hvaða leikur það væri, svaraði hann:
„Nú höggvið af mér hausinn!
Síðan beygir annar ykkar sig niður, og snara ég af honum hausnum,“
sagði hann.