Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 67
Skirnir
Ríki Platons
63
er á botninn hvolft, þá er þeirra aðalblessun fyrir skynsaman
mann fólgin í því, sem ég sagði.“
„Þú hefur rétt að mæla, Kefalos," sagði ég. „En hvað er nú
að segja um réttlætið sjálft? Hvað er það? Að segja satt og
skila því aftur, sem fengið hefur verið að láni — aðeins þetta?
Eða eru jafnvel undantekningar frá þessu? Tökum dæmi:
Vinur minn selur mér í hendur vopn, á meðan hann er með
fullu ráði og rænu. Síðan gengur hann af vitinu og krefst
þá að fá vopnin aftur. Mundi nokkur telja rétt af mér að
afhenda honum þau? Allir hlytu að telja rangt að gera slíkt,
og sama máli gegndi einnig um það að segja manni í slíku
ástandi ævinlega allan sannleikann.“
„Þú hefur á réttu að standa," sagði hann.
„Að segja satt og afhenda það, sem fengið hefur verið að
láni, er þá ekki rétt skilgreining hugtaksins „réttlæti“?“
„Jú, vissulega, ef við eigum að trúa Símonídesi,“ greip
Polemarkos fram í.
„Gott og vel,“ sagði Kefalos. „Ég fel ykkur röksemdafærsl-
una. Það er tími til kominn fyrir mig að fara að sinna fórn-
inni.“
„Á ekki Polemarkos að erfa þig?“ spurði ég.
„Jú,“ svaraði hann hlæjandi, um leið og hann fór út til að
annast fórnina.
„Segðu mér þá, þú arftaki röksemdafærslunnar, hvað er
það, sem þú heldur fram, að Símonídes segi um réttlætið og
það með sanni?“
„ ,Að gjalda hverjum sitt‘, segir hann, ,er rétt‘. Þetta segir
hann, og sýnist mér hann hafa satt að mæla.“
„Já, það er vissulega erfitt að ganga í berhögg við Símoní-
des,“ sagði ég, „því að hann er maður vitur og andríkur.
Þú skilur þá líka sjálfsagt, við hvað hann á, Polemarkos, ekki
skil ég það. Hann á auðvitað ekki við það, sem við minnt-
umst á rétt áðan, að afhenda beri, jafnvel vitfirringi, það
sem hann hefur falið manni til varðveizlu. Og samt verður
tæplega borið á móti því, að slíkt er að vissu leyti skuld, sem
manninum ber. Er það ekki?“