Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 39
Skírnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
35
Úlaztírsmönnum þá slíkt viðnám, að Conor verður að beita
töfrum til að taka þá. Eru þeir síðan hálshöggnir með einu
og sama sverði. En Deirdre ræður sér sjálf hana og er grafin
með þeim.
Rómantíska gerðin er þannig betur unnin, áhrifameiri,
ríkari að töfrum, fyrirboðum, spádómum; kostir hennar í því
fólgnir, að hún dýpkar persónulýsingar, dregur efnið skýrar
fram, er á stundum áhrifameiri en eldri gerðin. Gallar henn-
ar eru, að hún ofhleður sum atriði og endurtekur tilbúin
atvik of augljóslega. Þegar Deirdre kallar þannig á Naoise,
er þau finnast fyrst, hrópar hún þrisvar, en bræður Naoise,
sem vita um spádóm spáprestsins, vilja ekkert eiga saman
við hana að sælda og drepa á dreif fyrstu tveimur hrópunum;
snýst Deirdre á svipaðan hátt við tveimur fyrstu hrópum
Fergusar af þremur, er hann stígur á land í Skotlandi; maður
sá, sem tefur fyrir Fergusi að ósk Conors, býður hann vel-
kominn með þremur kossum o. s. frv. Enn fremur há kynjar
þær, spádómar og sýnir, sem allt er notað í rómantísku gerð-
inni, áhrifamiklum og mannlegum persónulýsingum. Hún er
fögur á sína vísu, en þar sem eldri gerðin segir of lítið, segir
hún of mikið; og þar sem eldri gerðin er einföld, verður hin
yngri margbrotin. Var hún grafin upp úr gömlum handritum
og fyrst gefin út árið 1808. Studdist Lady Gregory aðallega
við hana í bók sinni Cuchulain of Muirthemne (1902); er
það þessi nákvæma gerð og viðaukar alls konar, sem gera
frásögn hennar enn fjölþættari og slungnari. Varð bók henn-
ar, svo sem ég gat um áður, eins konar náma helztu höfund-
um, er stóðu að endurreisn hinna írsku bókmennta.
George William Russell varð fyrstur þessara manna til að
nota söguna í leikrit. Russell var sjálfur náttúrutrúarmaður
og guðspekingur, og birtast viðhorf hans að nokkru í leikriti
hans, DeircLre, er samið var 1902. Það er einfalt að gerð. Fjall-
ar I. þáttur um flótta Deirdre og Naoise; II. þáttur um þá
atburði, er leiddu til heimferðar förumannanna fjögurra frá
Skotlandi; III. þáttur um handtöku þeirra fyrir töfra spá-
prestsins Cathbads, dauða sonanna þriggja og dauða Deirdre
af harmi yfir líki Naoise. Eru Deirdre og Conor, eins og