Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 90
86
Jón Jóhannesson
Skímir
myndi standa, unz dómsdagur kæmi, því að ýmsir þóttust
geta sagt fyrir um það,1) þótt aðrir væru efablandnari. Höf-
undur Rímbeglu og ritunarstaður eru ókunnir, en heimildir
höfundar benda einna helzt til, að hún sé samin í Hólabiskups-
dæmi. Hann getur þess í formála, að hann hafi m. a. stuðzt
við fræði Stjörnu-Odda og Bjarna prests Bergþórssonar. Oddi
var Þingeyingur, og Bjarni prestur mun einnig hafa verið
Norðlendingur. Á norðlenzkan uppruna Rimbeglu kann það
einnig að benda, að höfundurinn getur ekki Sæmundar hins
fróða meðal heimildarmanna sinna.
Höfundur Rímbeglu greinir enga sérstaka innlenda heimild
fyrir tímatali sínu. Við fræði Stjörnu-Odda hefur hann þar
naumast stuðzt, því að Oddi virðist eingöngu hafa athugað
sólargang. Hins vegar má vel vera, að hann hafi þar farið
eftir rímtali Bjama prests, og er þaðan auðrakin slóðin að
Hólum.
Nú hafa verið leidd rök að því, að tímatal Dionysiusar eða
æra vulgaris hafi verið kennt og notað í Skálholtsbiskupsdæmi
á 12. öld, a. m. k. framan af, en tímatal Gerlands í Hóla-
biskupsdæmi. En um aldamótin 1200 er mikil breyting á
orðin. Þá er œra vulgaris hvergi notuð, svo að vitað sé, en
tímatal Gerlands er um skeið notað í báðum biskupsdæmun-
um, án þess að nokkur varnagli sé sleginn eða annars tíma-
tals sé getið. Á tveimur fyrstu áratugum 13. aldar voru samd-
ar í Skálholti eða af Skálhyltingum fjórar sögur, sem fylgja
allar tímatali Gerlands: saga Þorláks biskups á latínu, nú
aðeins til í brotum eða ágripum,2) Þorláks saga biskups hin
eldri,3) Hungurvaka4) og Páls saga biskups5). Um sama leyti
og þó ef til vill nokkuru lengur var timatal Gerlands notað
í sögum, er samdar voru á Þingeyrum eða af mönnum ná-
tengdum Hólastóli: Jóns sögu biskups,6) Sverris sögu,7) Prests-
1) Smbr. Alfr. ísl. III, 11—12.
2) Bisk. Bmf. I, 394, 404.
3) Bisk. Bmf. I, 112.
4) Bisk. Bmf. I, 64, 70, 75, 79, 85.
5) Bisk. Bmf. I, 145.
6) Bisk. Bmf. I, 158, 173, 176, 230, 246, 249.
7) Fornmaima sögur VIII, 448.