Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 193
Skirnir
H. C. Andersen og Grímur Thomsen
189
maður hinnar nýju menningar, hann dáðist að tækni og iðn-
aðarþróun og nýja heiminum, Ameríku. Andstæðingar hans,
bæði þeir, er til máls tóku, og hinir, sem þögðu, höfðu sama
ímugust á því, sem nýtt var, eins og J. L. Heiberg, sem í
sjónleiknum „Sál eftir dauðann“ sendi hinn upplýsta fram-
faramann beina leið til helvítis.
Allt andstreymi, bæði verulegt og ímyndað, fékk mjög á
H. C. Andersen, og það er ekki með öllu óskiljanlegt, að
sumir menn þreyttust á því að hlusta á kveinstafi hans.
Heimspekingurinn Sören Kierkegaard mælti í „tJr skjölum
manns, sem er enn á lífi“ (Af en endnu levendes Papirer,
1838) á móti skoðun H. C. Andersens á hlutskipti snillings-
ins. Eins og H. C. Andersen lýsir snillingi í skáldsögu sinni,
„Ekki nema spilari" (Kun en Spillemand), þá er þar, að
Kierkegaard telur, ekki að ræða um snilling, heldur klökkva-
kind. Övægin, en líklega ekki með öllu óréttmæt gagnrýni á
H. C. Andersen sem manni er í „Tidsskrift for Litteratur og
Kritik“ 1841. Gagnrýnandinn, sem lætur ekki nafns síns getið,
biður H. C. Andersen að íhuga, „hvort skáldeðli hans verði
ekki að móta sér ákveðna stefnu og fastan kjarna; að öðrum
kosti verður áreiðanlega ekkert úr honum sem leikritaskáldi,
enda þótt öll blöð kristinna og múhameðskra þjóða syngi
honum lof og enda þótt verk hans verði þýdd á allar tungur
manna og engla ... hin eiginlega tilvera hans, sem er nú á
dreif í dagblöðum og bókmenntaritum, í lítilsverðum virð-
ingarmerkjum og lofsamlegum ummælum, verður að þjappa
sér saman í æðri einingu“. Með góðlátlegra sniði er hin sein-
heppilega ílöngun hans í ytri viðurkenningarmerki gagnrýnd
í „Corsaren“, þar sem sagt er frá móttökuhátíð til virðingar
við H. C. Andersen árið 1847 á þessa leið (Andersen hafði
þá verið sæmdur ýmsum heiðursmerkjum): „Við salardyr var
tekið á móti þjóðskáldi Danmerkur með hátíðarforleik, . . .
leiknum af börnum og barnslegum sálum, en undir voru
bumbur barðar og blásið í pípur“. Sá, sem flutti hátíðarræð-
una, lagði áherzlu á, „í hverri þakkarskuld föðurlandið stæði
við A. riddara, og sannaði með ljósum rökum, að ekki aðeins
nútímaskáld vor, svo sem Hertz, C. Winther, Heiberg og