Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 236
230
Ritfregnir
Skírnir
En athugum nú spilamennskuna. Látið er út í tromplit, sem vera ber.
Okkur er viðstöðulaust boðið inn í fátæklegt herbergi, þar sem öll fjöl-
skylda Davíðs skósmiðs hefst við að jafnaði, fimm manns, og Eiríkur,
elzti sonurinn, kemur inn til að tilkynna móður sinni, að hann sé trúlof-
aður. Þessi orðaskipti taka 5 blaðsiður, og er þó gamla konan siður en
svo að malda í móinn. Hjónaleysin langar til að vera tvö ein svolitla stund,
„þar sem engin augu eru til þess að horfa á mann og engin eyru til
þess að hlusta eftir því, sem maður segir“. Og þau eru ein á 5 næstu
blaðsíðum og segja ekkert, sem allir mættu ekki heyra, og ekki er vikið
að vandamálinu, húsnæðisþrengslunum, fyrr en Eiríkur spyr svona meðal
annarra orða: En hvernig lízt þér annars á þig hérna? Og Gréta svarar:
Vel. — Dásamlega! Þetta er að eyða tíma, pappír og prentsvertu, en
lítil stund lögð á dramatískan stíl.
Afstaða höfundar til persóna sinna markast eðlilega af pólitísku hugar-
fari hans sjálfs. Hér hefði hann getað spilað betur úr litnum, því að
undantekningarlaust eru allar persónur leiksins tegundarmyndir, englar,
ef þær eru „réttu“ megin, djöflar, ef þær eru „röngu“ megin, og þó er
djöfull of sterkt orð í dramatískum skilningi til að einkenna þá moðhausa,
sem höfundur notar til að setja ht á sitt „kapítaliska" þjóðfélag. Áróður-
inn situr sem sé í fyrirrúmi, og svo fer að lokum, að maður missir allan
áhuga á þessum leikbrúðum. Sem sagt, höfundur hefur ekki snefil af
samúð með persónum sínum og ekki minnsta áhuga á húsnæðis-
vandamálum almennt, nema hægt sé að nota þau í áróðursskyni. Hann
veit, hvað hann vill segja, en af því að hann er með listrænt form, sem
hann ræður ekki við, segir hann þveröfugt, gerir stefnu sinni óleik, tapar
á hundunum.
L. S.
Emil Thoroddsen: Piltur og stúlka, alþýðusjónleikur . . . eftir sam-
nefndri skáldsögu Jóns Thoroddsen. Reykjavik 1952.
Matthías Jochumsson: Skugga-Sveinn eða Útilegumennirnir. 3. út-
gáfa. Reykjavik 1952. [Leikritasafn Menningarsjóðs 5—6.]
Auk leikritanna, sem lagður var dómur á hér á undan, voru þessi tvö
prentuð á árinu. Þau voru valin af þjóðleikhússtjóra og bókmenntaráðu-
naut Þjóðleikhússins, en um útgáfuna sá Lárus Sigurbjörnsson. Af þessu
safni eru nú komin 6 hefti, og á Menningarsjóður og aðrir, sem að þessu
standa, þakkir skilið fyrir, og væri æskilegt, að safninu yrði haldið áfram.
Rétt þykir mér að geta þess, að ég tel ekki handvisst, að rétt hafi verið
að velja texta annarrar prentunar af leikriti Mattliiasar til útgáfu. Undir-
ritaður er í tölu þeirra manna, sem telja, að texta fyrstu útgáfunnar, „Úti-
legumennina", ætti að hefja aftur til vegs. Sá tími hlýtur að koma, að
einhver dugandis leikstjóri taki þann texta til sýningar og færi mönnum
heim sanninn um, hvað í honum hýr. Hvilikri æskufegurð leikritið er
gætt í öndverðu. Vera má, að það sé eins og sumt annað af leikbókmennt-