Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 213
Skírnir
Um upptök Njólu
207
af Njólu kom 1842, eins og áður segir. Það er því ekki að
ástæðulausu, að Richard Beck gengur þegjandi fram hjá þess-
ari „upplýsingu“ Poestions i bókmenntasögu sinni.
En hvaðan hefur Poestion þennan fróðleik? Hann lítur að
vísu út eins og ein af þeim þjóðsögum, sem venjulega voru
sagðar um Björn: Hann á að sitja hjá, en skoðar í þess stað
himininn og yrkir Njólu og týnir svo úr hjásetunni. En hugs-
azt gæti, að einhver flugufótur væri fyrir sögunni og hún væri
ekki gripin alveg úr lausu lofti.
Ef litið er í Njólu sjálfa, sést, að svo er í raun og veru. Þar
segir skáldið um sjálfan sig í 4. erindi:
Himinkóra háa söng
hann vill taka undir;
en þess litil eru föng,
aftra bernsku stundir.
Hér er ekki talað í óeiginlegri merkingu, og verður ekki önn-
ur ályktun af því dregin en Björn hafi verið ungur, þegar
hann orti þetta erindi og líklega allan fyrsta kafla kvæðisins.
En það þýðir aftur, að hann hefur fengið löngunina, inn-
blásturinn, að yrkja kvæðið á bernskuárunum, þótt ekki lyki
hann því fyrr en fullþroska maður.
En hvað benti smalanum Birni Gunnlaugssyni í þessa átt?
Hvað vakti löngun hans til að yrkja um himnasmiðinn sér-
staklega? Tvær bækur komu út, þegar Björn var 8 og 9 ára,
Kvöldvökur Hannesar Finnssonar (1796—97) og Vinagléöi
Magnúsar Stephensens (1797). Líklegt er, að báðar hafi verið
honum hinn kærasti lestur á bernskudögunum. Báðar þessar
bækur skýra frá því, sem menn vissu þá um stjörnurnar og
himingeiminn (sbr. Kvöldv. I, 2 og II, 45 og VinagleSi I, 32),
en kaflinn í Vinagleði, sem kallast „Alstirndi himinninn“, er
eiginlega háfleyg prédikun til lofs skapara himins og veraldar.
1 henni segir Magnús meðal annars:
„Látum oss þá, kærir vinir! renna athugasömum augum upp að himins-
ins Ijómandi festingu; látum oss dást að hennar prýði og skaparans hátign;
virðum fyrir oss þenna ótölulega grúa af stjörnum, af skínandi Ijósum,
yfirvegum og gizkum á þeirra ásigkomulag og skaparans gæzkuríka til-